Samt kýs ég Katrínu Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 1. maí 2024 09:01 Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í gegnum síðustu tvær ríkisstjórnir hefur nálgun Katrínar Jakobsdóttur verið að slá af eigin kröfum, stilla strengi bak við tjöldin, og vera ósérhlífin — allt til að gefa nýrri tegund stjórnmála á Íslands tækifæri til að ganga fram. Sjálf talaði hún á sínum tíma um „pólitíska nýsköpun“ og vísaði þar í farsælt og náið samstarf ólíkra stjórnmálaafla. Sýnin var göfug og markmiðið stórt. Frumkvöðlar eins og ég þekkja það hins vegar vel að nýsköpun fylgir áhætta og hugmyndirnar verða ekki alltaf að veruleika. Á Alþingi hafa Sjálfstæðismenn haldið fast um tauma í gegnum Dóms- og Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á bak við XD er auðvaldið; sterkasta aflið í íslensku samfélagi. Það var eftir á að hyggja barnalegt að halda að þau öfl gætu spilað samkvæmt einhverjum innri reglum þessa ríkisstjórnarsamstarfs og lært að gefa eftir. Engir stórir sigrar VG standa upp úr nema kannski lögfesting um samdrátt í losun, en markmiðin um minni losun hafa aldrei staðist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Katrín samt lang efnilegasta forsetaefnið í þessum kosningum. Hún hefur mesta reynslu, öflugustu tengslin og víðtæka þekkingu af íslenskri stjórnsýslu. Hún nær íslenskri þjóð vel og aðhyllist ekki þjóðernislega sérstöðuhyggju sem einkennir oft forsetaembættið. Hún mun blómstra í nýju embætti, laus við að helga sig því ómögulega verkefni sem ríkisstjórnarsamstarfið er orðið. Það gerir hana ekki að síðri frambjóðanda í mínum huga heldur reynsluríkum leiðtoga sem ég er spenntur að sjá takast á við nýtt hlutverk. Seiglan, auðmýktin og sameiningin sem var dýrmæt í heimsfaraldri og Grindavíkureldunum—en gekk á köflum of langt í ríkisstjórnarsamstarfinu—mun reynast mikill styrkur fyrir forsetaembættið. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur og kýs hana í komandi forsetakosningum. Höfundur er forritari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í gegnum síðustu tvær ríkisstjórnir hefur nálgun Katrínar Jakobsdóttur verið að slá af eigin kröfum, stilla strengi bak við tjöldin, og vera ósérhlífin — allt til að gefa nýrri tegund stjórnmála á Íslands tækifæri til að ganga fram. Sjálf talaði hún á sínum tíma um „pólitíska nýsköpun“ og vísaði þar í farsælt og náið samstarf ólíkra stjórnmálaafla. Sýnin var göfug og markmiðið stórt. Frumkvöðlar eins og ég þekkja það hins vegar vel að nýsköpun fylgir áhætta og hugmyndirnar verða ekki alltaf að veruleika. Á Alþingi hafa Sjálfstæðismenn haldið fast um tauma í gegnum Dóms- og Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á bak við XD er auðvaldið; sterkasta aflið í íslensku samfélagi. Það var eftir á að hyggja barnalegt að halda að þau öfl gætu spilað samkvæmt einhverjum innri reglum þessa ríkisstjórnarsamstarfs og lært að gefa eftir. Engir stórir sigrar VG standa upp úr nema kannski lögfesting um samdrátt í losun, en markmiðin um minni losun hafa aldrei staðist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Katrín samt lang efnilegasta forsetaefnið í þessum kosningum. Hún hefur mesta reynslu, öflugustu tengslin og víðtæka þekkingu af íslenskri stjórnsýslu. Hún nær íslenskri þjóð vel og aðhyllist ekki þjóðernislega sérstöðuhyggju sem einkennir oft forsetaembættið. Hún mun blómstra í nýju embætti, laus við að helga sig því ómögulega verkefni sem ríkisstjórnarsamstarfið er orðið. Það gerir hana ekki að síðri frambjóðanda í mínum huga heldur reynsluríkum leiðtoga sem ég er spenntur að sjá takast á við nýtt hlutverk. Seiglan, auðmýktin og sameiningin sem var dýrmæt í heimsfaraldri og Grindavíkureldunum—en gekk á köflum of langt í ríkisstjórnarsamstarfinu—mun reynast mikill styrkur fyrir forsetaembættið. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur og kýs hana í komandi forsetakosningum. Höfundur er forritari
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun