Hinn 31 árs gamli Thibaut Courtois hefur verið frá keppni allt tímabilið vegna meiðsla. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og þá meiddist hann nýverið á hægra hné.
Courtois var hins vegar á varamannabekk Real Madríd þegar liðið sótti Bayern München heim í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá er talið líklegt að hann standi vaktina í marki Real gegn Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, um næstu helgi.
Það virðist hins vegar ekki vera nóg fyrir Tedesco sem hefur nú staðfest að markvörðurinn myndi ekki fara með til Þýskalands þar sem aðeins leikmenn í góðri leikæfingu verða valdir í leikmannahóp Belgíu.
Belgium coach Domenico Tedesco has provided an update on the situation.
— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2024
More: https://t.co/q9O7FG4Uaq pic.twitter.com/krD0bx3IIA
Courtois, sem hefur spilað fyrir Real og Atlético Madríd, Chelsea og Genk í heimalandinu á að baki 102 A-landsleiki fyrir Belgíu.