Félögin sömdu um að banna Sigurbergi að spila Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 15:21 Sigurbergur Áki Jörundsson lék með HK sem lánsmaður frá Stjörnunni, seinni hluta síðustu leiktíðar, en liðin mættust ekki á þeim tíma og því reyndi ekki á hvort Sigurbergur mætti mæta Stjörnunni. Það fékk hann ekki í Fylkistreyjunni í gærkvöld. vísir/Hulda Margrét Sigurbergur Áki Jörundsson fékk ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína með Fylki gegn Stjörnunni í gærkvöld vegna samkomulags á milli félaganna þar að lútandi. Sigurbergur er tvítugur, varnar- og miðjumaður, sem leikið hefur sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hafði ekkert spilað með Stjörnunni í upphafi þessarar leiktíðar og Fylkismenn náðu að tryggja sér starfskrafta hans í síðustu viku. Ekki var um lánssamning að ræða og skrifaði Sigurbergur undir samning við Fylki sem gildir til ársloka 2027. Sigurbergur lék svo allan leikinn í bikarsigri Fylkis á Hetti/Hugin en fékk ekki að vera í leikmannahópnum gegn Stjörnunni í gær. Það var vegna samkomulags félaganna, eftir því sem fram kom á Fótbolta.net. Slík samkomulög hafa oft tíðkast þegar um lánssamninga er að ræða en svo var ekki í tilviki Sigurbergs. „Mjög undarlegt allt saman“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ósáttur við að geta ekki nýtt Sigurberg í gær, í leik sem tapaðist afar naumlega, 1-0. „Það var heiðursmannasamkomulag svo þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er, þetta er mjög undarlegt allt saman. En svona er þetta. Ég stend ekki í því að gera samning milli liðanna. Að sjálfsögðu hefði ég viljað nota hann,“ sagði Rúnar Páll við Fótbolta.net eftir leik í gær. Sigurbergur gæti hins vegar spilað sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki á sunnudaginn þegar liðið sækir Fram heim. Hann lék í fyrra sína fyrstu leiki í efstu deild, fyrst átta fyrir Stjörnuna og svo sjö sem lánsmaður hjá HK. Árið áður var hann að láni frá Stjörnunni til Gróttu og lék átján leiki í Lengjudeildinni. Besta deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sigurbergur er tvítugur, varnar- og miðjumaður, sem leikið hefur sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hafði ekkert spilað með Stjörnunni í upphafi þessarar leiktíðar og Fylkismenn náðu að tryggja sér starfskrafta hans í síðustu viku. Ekki var um lánssamning að ræða og skrifaði Sigurbergur undir samning við Fylki sem gildir til ársloka 2027. Sigurbergur lék svo allan leikinn í bikarsigri Fylkis á Hetti/Hugin en fékk ekki að vera í leikmannahópnum gegn Stjörnunni í gær. Það var vegna samkomulags félaganna, eftir því sem fram kom á Fótbolta.net. Slík samkomulög hafa oft tíðkast þegar um lánssamninga er að ræða en svo var ekki í tilviki Sigurbergs. „Mjög undarlegt allt saman“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ósáttur við að geta ekki nýtt Sigurberg í gær, í leik sem tapaðist afar naumlega, 1-0. „Það var heiðursmannasamkomulag svo þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er, þetta er mjög undarlegt allt saman. En svona er þetta. Ég stend ekki í því að gera samning milli liðanna. Að sjálfsögðu hefði ég viljað nota hann,“ sagði Rúnar Páll við Fótbolta.net eftir leik í gær. Sigurbergur gæti hins vegar spilað sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki á sunnudaginn þegar liðið sækir Fram heim. Hann lék í fyrra sína fyrstu leiki í efstu deild, fyrst átta fyrir Stjörnuna og svo sjö sem lánsmaður hjá HK. Árið áður var hann að láni frá Stjörnunni til Gróttu og lék átján leiki í Lengjudeildinni.
Besta deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira