Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 11:27 Valur og Fram gerðu jafntefli á Hlíðarenda í gærkvöld. Valsmenn hafa því aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en Fram tvo. vísir/Anton Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Valur komst yfir gegn Fram í gær þegar hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar rataði beint á koll Patricks Pedersen. Daninn skoraði og jafnaði þar með met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns í efstu deild á Íslandi, með sínu 101. marki. Viktor Bjarki kom Fram hins vegar til bjargar á síðustu stundu þegar hann skoraði úr teignum í kjölfarið á vel útfærðri aukaspyrnu. Þessi ungi leikmaður, sem er að klára grunnskóla, er á leið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar í sumar þegar hann verður sextán ára. Klippa: Mörk Vals og Fram Hetja Stjörnunnar í 1-0 sigrinum gegn Fylki í gær er heldur ekki gömul, en þó búin að fara í hálft ár í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hinn tvítugi Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem kom í mars að láni heim til Stjörnunnar frá Mjällby, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Hann endurtók þar með leikinn frá því í bikarleik gegn Augnabliki í síðustu viku. Klippa: Sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki Fjórum umferðum er nú lokið í Bestu deild karla og næsta umferð hefst á laugardaginn, þegar FH tekur á móti Vestra. Á sunnudaginn mætast KA og KR á Akureyri, Stjarnan og ÍA í Garðabæ, HK og Víkingur í Kópavogi og Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Stórleikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val. Besta deild karla Fram Valur Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Valur komst yfir gegn Fram í gær þegar hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar rataði beint á koll Patricks Pedersen. Daninn skoraði og jafnaði þar með met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns í efstu deild á Íslandi, með sínu 101. marki. Viktor Bjarki kom Fram hins vegar til bjargar á síðustu stundu þegar hann skoraði úr teignum í kjölfarið á vel útfærðri aukaspyrnu. Þessi ungi leikmaður, sem er að klára grunnskóla, er á leið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar í sumar þegar hann verður sextán ára. Klippa: Mörk Vals og Fram Hetja Stjörnunnar í 1-0 sigrinum gegn Fylki í gær er heldur ekki gömul, en þó búin að fara í hálft ár í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hinn tvítugi Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem kom í mars að láni heim til Stjörnunnar frá Mjällby, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Hann endurtók þar með leikinn frá því í bikarleik gegn Augnabliki í síðustu viku. Klippa: Sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki Fjórum umferðum er nú lokið í Bestu deild karla og næsta umferð hefst á laugardaginn, þegar FH tekur á móti Vestra. Á sunnudaginn mætast KA og KR á Akureyri, Stjarnan og ÍA í Garðabæ, HK og Víkingur í Kópavogi og Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Stórleikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val.
Besta deild karla Fram Valur Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05