Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2024 19:00 Stefán Teitur og félagar í Silkeborg unnu frábæran sigur í kvöld. Silkeborg IF Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. Silkeborg tók í kvöld á móti Midtjylland. Gestirnir eru í harðri toppbaráttu við Bröndby og FC Kaupmannahöfn á meðan heimamenn eru með fulla einbeitingu á bikarúrslitaleiknum gegn AGF þann 9. maí. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna í kvöld en heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Tonni Adamsen kom Silkeborg yfir á 17. mínútu, Anders Klynge tvöfaldaði forystuna og Stefán Teitur fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Silkeborg í síðustu fimmtán deildarleikjum. Silkeborg IF får en flot første sejr i 15 3F Superliga-kampe 💪#sldk | #siffcm pic.twitter.com/vZE3P0bbT1— 3F Superliga (@Superligaen) April 29, 2024 Midtjylland er því áfram í 3. sæti með 52 stig, líkt og FC Kaupmannahöfn sem er sæti ofar með betri markatölu. Bröndby trónir á toppnum með 56 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig. Í Svíþjóð var Kolbeinn Þórðarson nálægt því að skora í 3-0 útisigri á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni þar í landi. Markvörður Brommapojkarna varði hins vegar skot Kolbeins út í teiginn og Laurs Skjellerup fylgdi eftir svo Kolbeinn fékk skráða á sig stoðsendingu. 2-0 till Göteborg! Laurs Skjellerup styr in returen på Kolbeinn Thordarsons skott 🔵⚪ 📲 Se BP - IFK Göteborg på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/QHpVbwrMnx— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 29, 2024 Kolbeinn nældi sér einnig í gult spjald áður en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Þá nældi Andri Fannar Baldursson sér einnig í gult spjald í 2-0 sigri Elfsborg á Sirius. Bæði Gautaborg og Elfsborg eru með sjö stig eftir sex leiki. Sitja þau í 12. og 13. sæti af 16 liðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Silkeborg tók í kvöld á móti Midtjylland. Gestirnir eru í harðri toppbaráttu við Bröndby og FC Kaupmannahöfn á meðan heimamenn eru með fulla einbeitingu á bikarúrslitaleiknum gegn AGF þann 9. maí. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna í kvöld en heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Tonni Adamsen kom Silkeborg yfir á 17. mínútu, Anders Klynge tvöfaldaði forystuna og Stefán Teitur fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Silkeborg í síðustu fimmtán deildarleikjum. Silkeborg IF får en flot første sejr i 15 3F Superliga-kampe 💪#sldk | #siffcm pic.twitter.com/vZE3P0bbT1— 3F Superliga (@Superligaen) April 29, 2024 Midtjylland er því áfram í 3. sæti með 52 stig, líkt og FC Kaupmannahöfn sem er sæti ofar með betri markatölu. Bröndby trónir á toppnum með 56 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig. Í Svíþjóð var Kolbeinn Þórðarson nálægt því að skora í 3-0 útisigri á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni þar í landi. Markvörður Brommapojkarna varði hins vegar skot Kolbeins út í teiginn og Laurs Skjellerup fylgdi eftir svo Kolbeinn fékk skráða á sig stoðsendingu. 2-0 till Göteborg! Laurs Skjellerup styr in returen på Kolbeinn Thordarsons skott 🔵⚪ 📲 Se BP - IFK Göteborg på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/QHpVbwrMnx— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 29, 2024 Kolbeinn nældi sér einnig í gult spjald áður en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Þá nældi Andri Fannar Baldursson sér einnig í gult spjald í 2-0 sigri Elfsborg á Sirius. Bæði Gautaborg og Elfsborg eru með sjö stig eftir sex leiki. Sitja þau í 12. og 13. sæti af 16 liðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira