Disneydraumurinn varð loks að veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 20:00 Íris Ösp er nýkomin heim úr tveggja vikna ævintýraferð til Flórída. Vísir/Einar Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði. Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku. Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku.
Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið