Góð manneskja í djobbið Halldór Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 11:30 Þá er orðið ljóst hverjir eru í framboði til forseta Íslands og spennandi kosningar fram undan. Ég deili ekki þeirri skoðun að forsetaembættið sé ekki til neins, en um það gildir eins og mörg hlutverk í okkar fámennissamfélagi, hvernig það gagnast fer mest eftir því hver tekur það að sér. Embættið er táknrænt, það getur reynt á það á erfiðum tímum og þá skiptir miklu að sú sem tekst það á hendur sé skynsöm, skýr og velviljuð manneskja og standi föstum fótum í þeirri hefð sem hefur skipt okkur svo miklu í basli aldanna: tungu, menningu og bókmenntum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Síðustu vikur hefur mikil gagnrýni beinst að því stjórnarsamstarfi sem hún hefur leitt og ég get sumpart tekið undir hana, enda ekki verið samflokksmaður Katrínar. En það má ekki verða til þess að við gleymum því sem hún hefur gert um dagana, ekki síst í þágu menningar og bókmennta. Mig langar að nefna tvennt, af því þar þekki ég vel til sjálfur: Sem menntamálaráðherra studdi hún eindregið hina viðamiklu íslensku bókakynningu í Frankfurt 2011; þetta var verkefni sem nafna hennar Þorgerður Katrín hafði sett af stað, en miklu skipti að halda lífi í því á erfiðum árum eftir hrun og þá var svo sannarlega gott að eiga Katrínu að. Katrín á ennfremur sinn stóra þátt í að lokið var við byggingu Hörpu, en nú vildu allir það hús byggt hafa. Í báðum tilvikum sýndi Katrín framsýni og úthald og þeir eiginleikar munu koma sér vel í forsetaembættinu. Auk þess er hún skemmtileg og hefur húmor fyrir sjálfri sér, en sjálfshátíðleikinn er vísasta leiðin til að koðna niður í svona starfi. Er það gott djobb, spurði Halldór Laxness þegar menn vildu gera hann að forseta og mitt svar er já, ég held það verði gott djobb ef Katrín tekur það að sér. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Þá er orðið ljóst hverjir eru í framboði til forseta Íslands og spennandi kosningar fram undan. Ég deili ekki þeirri skoðun að forsetaembættið sé ekki til neins, en um það gildir eins og mörg hlutverk í okkar fámennissamfélagi, hvernig það gagnast fer mest eftir því hver tekur það að sér. Embættið er táknrænt, það getur reynt á það á erfiðum tímum og þá skiptir miklu að sú sem tekst það á hendur sé skynsöm, skýr og velviljuð manneskja og standi föstum fótum í þeirri hefð sem hefur skipt okkur svo miklu í basli aldanna: tungu, menningu og bókmenntum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Síðustu vikur hefur mikil gagnrýni beinst að því stjórnarsamstarfi sem hún hefur leitt og ég get sumpart tekið undir hana, enda ekki verið samflokksmaður Katrínar. En það má ekki verða til þess að við gleymum því sem hún hefur gert um dagana, ekki síst í þágu menningar og bókmennta. Mig langar að nefna tvennt, af því þar þekki ég vel til sjálfur: Sem menntamálaráðherra studdi hún eindregið hina viðamiklu íslensku bókakynningu í Frankfurt 2011; þetta var verkefni sem nafna hennar Þorgerður Katrín hafði sett af stað, en miklu skipti að halda lífi í því á erfiðum árum eftir hrun og þá var svo sannarlega gott að eiga Katrínu að. Katrín á ennfremur sinn stóra þátt í að lokið var við byggingu Hörpu, en nú vildu allir það hús byggt hafa. Í báðum tilvikum sýndi Katrín framsýni og úthald og þeir eiginleikar munu koma sér vel í forsetaembættinu. Auk þess er hún skemmtileg og hefur húmor fyrir sjálfri sér, en sjálfshátíðleikinn er vísasta leiðin til að koðna niður í svona starfi. Er það gott djobb, spurði Halldór Laxness þegar menn vildu gera hann að forseta og mitt svar er já, ég held það verði gott djobb ef Katrín tekur það að sér. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar