Saman á ný eftir súrrealískan dag: „Við erum eins og lím við hvorn annan“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 11:01 Hörður Ingi Gunnarsson spilar með Val í sumar eftir lánssamning á síðustu stundu fyrir lok félagaskiptagluggans. Valur Fótboltamaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson segir síðastliðinn miðvikudag hafa verið „súrrealískan“. Hann hugðist þá spila bikarleik við Val um kvöldið en endaði sem leikmaður félagsins, og varð um leið liðsfélagi leikmanns sem hann þekkir afar vel. Hörður Ingi var lánaður til Vals frá FH sem fékk í staðinn miðjumanninn Bjarna Guðjón Brynjólfsson að láni. Skiptin áttu sér stað á lokadegi félagaskiptagluggans, sama dag og liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, á Hlíðarenda, og var Hörður Ingi í leikmannahópi FH þar til á síðustu stundu. „Þetta var súrrealískt. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði um morguninn. En fótboltinn er fljótur að breytast og við lifum og lærum af því,“ sagði Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Fékk símtal klukkutíma fyrir mætingu í leik Eins og fyrr segir stóð til að hann yrði í leikmannahópi FH gegn Val: „Jú, það var planið. Ég fékk svo bara símtal, klukkutíma fyrir mætingu, og svona breytast hlutirnir. Ég var því bara mættur til að skrifa undir á sama tíma [og aðrir voru að fara að spila bikarleikinn]. Það var stuttur tími til að klára þetta þannig að það var ekki mikið svigrúm til að melta þetta, en mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að stökkva á þetta,“ sagði Hörður og bætti við: „Valur er frábær klúbbur og með alvöru leikmannahóp. Ég held að þetta sé spennandi skref og ég er mjög spenntur að gera mitt fyrir Val, og reyna að standa mig sem best.“ Þriðja félagið sem þeir spila saman fyrir Hjá Val hittir Hörður á ný Jónatan Inga Jónsson en þeir léku saman upp yngri flokka og með meistaraflokki FH, fóru svo báðir til Sogndal í Noregi, og eru nú báðir mættir heim í Bestu deildina. „Við erum eins og lím við hvorn annan. Það er svolítið fyndið hvernig þetta hefur verið en það er alltaf gífurlega gaman að spila með honum og ég hlakka til þess,“ sagði Hörður. Besta deild karla FH Valur Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Hörður Ingi var lánaður til Vals frá FH sem fékk í staðinn miðjumanninn Bjarna Guðjón Brynjólfsson að láni. Skiptin áttu sér stað á lokadegi félagaskiptagluggans, sama dag og liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, á Hlíðarenda, og var Hörður Ingi í leikmannahópi FH þar til á síðustu stundu. „Þetta var súrrealískt. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði um morguninn. En fótboltinn er fljótur að breytast og við lifum og lærum af því,“ sagði Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Fékk símtal klukkutíma fyrir mætingu í leik Eins og fyrr segir stóð til að hann yrði í leikmannahópi FH gegn Val: „Jú, það var planið. Ég fékk svo bara símtal, klukkutíma fyrir mætingu, og svona breytast hlutirnir. Ég var því bara mættur til að skrifa undir á sama tíma [og aðrir voru að fara að spila bikarleikinn]. Það var stuttur tími til að klára þetta þannig að það var ekki mikið svigrúm til að melta þetta, en mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að stökkva á þetta,“ sagði Hörður og bætti við: „Valur er frábær klúbbur og með alvöru leikmannahóp. Ég held að þetta sé spennandi skref og ég er mjög spenntur að gera mitt fyrir Val, og reyna að standa mig sem best.“ Þriðja félagið sem þeir spila saman fyrir Hjá Val hittir Hörður á ný Jónatan Inga Jónsson en þeir léku saman upp yngri flokka og með meistaraflokki FH, fóru svo báðir til Sogndal í Noregi, og eru nú báðir mættir heim í Bestu deildina. „Við erum eins og lím við hvorn annan. Það er svolítið fyndið hvernig þetta hefur verið en það er alltaf gífurlega gaman að spila með honum og ég hlakka til þess,“ sagði Hörður.
Besta deild karla FH Valur Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira