Atli sló á létta strengi þegar hann tók við verðlaunagripnum upp á sviði og sagðist ekki hafa undirbúið neina ræðu. Hann þakkaði fyrir verðlaunin og sagði Silo draumaverkefni sem fólk fengi ekki oft tækifæri við að vinna við. Hann þakkaði svo fjölda manns fyrir tækifærið.
„…síðast en ekki síst, Morten Tyldum, leikstjóri fyrstu þriggja þáttanna, sem sá að augljóslega þyrfti að ráða tónskáld frá norðurhluta Íslands þar sem veturinn er einangrandi og myrkur til að gera þetta vel,“ sagði Atli í ræðu sinni.
Hann sagði það ótrúlegan heiður að fá slík verðlaun og þakkaði að lokum fjölskyldu sinni, konu og börnum. Hægt er að horfa á ræðuna hér að neðan.
Eurovision og krýning konungs verðlaunaðar
Þættirnir Black Mirror, The Last of Us og Slow Horses hlutu flest verðlaun en aðrir þættir sem voru verðlaunaðir voru Silo, The Witcher auk þess sem sjónvarpsútsetningar þegar Karl Bretakonungur var haldinn og Eurovision, sem haldið var í London í fyrra, fengu verðlaun.
Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter um verðlaunin að afhendingin sem fór fram í gær hafi snúist um að verðlauna þau sem eru bak við tjöldin [e. behind the scenes]. Þann 19. Maí fara svo fram önnur BAFTA sjónvarpsverðlaun þar sem á að verðlauna þau sem eru á skjánum. BAFTA kvikmyndaverðlaunin fóru fram í febrúar.