Hundraðasti sigur Arteta kom gegn erkifjendunum: „Stoltur af leikmönnunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 23:30 Brosti sínu breiðasta eftir sigur dagsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. „Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil. „Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna. „David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“ „Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham. „Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“ In esteemed company 👥Mikel Arteta reaches 100 wins in the Premier League in just 169 matches, the fifth-fastest of any manager 🙌 pic.twitter.com/9PZPi7Rbuy— Premier League (@premierleague) April 28, 2024 „Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Sjá meira
Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. „Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil. „Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna. „David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“ „Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham. „Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“ In esteemed company 👥Mikel Arteta reaches 100 wins in the Premier League in just 169 matches, the fifth-fastest of any manager 🙌 pic.twitter.com/9PZPi7Rbuy— Premier League (@premierleague) April 28, 2024 „Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Sjá meira