Hver er pælingin? Ásgeir Brynjar Torfason skrifar 28. apríl 2024 11:01 „Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
„Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar