Fjölmenn mótmæli vegna ofbeldisbylgju í Ástralíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 10:24 Mótmælt var í Canberra, Melbourne, Sydney og á fleiri stöðum. EPA Þúsundir Ástrala gengu til mótmæla í dag vegna ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir landið á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra segir að um þjóðarkrísu ræðir og heitir aðgerðum. Fjallað er um mótmælin á vef BBC, þar sem segir að kröfur mótmælenda séu að neyðarástandi vegna kynbundins ofbeldis verði lýst yfir á landsvísu. Ný löggjöf vegna kynbundins ofbeldis verði forgangsmál. Martina Ferrara, einn af skipuleggjendum mótmælanna, sagði þörf á fleiri möguleikum þegar kæmi að því að tilkynna kynbundið ofbeldi. „Og við viljum að yfirvöld viðurkenni að upp sé komið neyðarástand og grípi til aðgerða strax.“ Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu á mótmælunum í höfuðborginni Canberra í dag. Hann segir ástandið þjóðarkrísu. Hann viðurkenndi að yfirvöld á öllum stigum þyrftu að gera betur í tengslum við kynbundið ofbeldi. „Við verðum að breyta menningunni, viðmótinu, dómskerfinu og nálgun allra yfirvalda,“ sagði hann. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki kvennanna að bæta þetta. Karlarnir þurfa að breyta viðhorfi karlanna.“ Kveikjan að mótmælunum var stunguárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í Sydney fyrr í mánuðinum, þegar maður gekk um og stakk sex til bana, fimm konur og öryggisvörð sem freistaði þess að stöðva árásarmanninn. Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árásin hafi beinst gegn konum. Samkvæmt gögnum frá baráttuhópnum Destroy the Joint voru 27 konur drepnar fyrstu 119 dagana á árinu. Ástralía Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir því sem koma mundi Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Fjallað er um mótmælin á vef BBC, þar sem segir að kröfur mótmælenda séu að neyðarástandi vegna kynbundins ofbeldis verði lýst yfir á landsvísu. Ný löggjöf vegna kynbundins ofbeldis verði forgangsmál. Martina Ferrara, einn af skipuleggjendum mótmælanna, sagði þörf á fleiri möguleikum þegar kæmi að því að tilkynna kynbundið ofbeldi. „Og við viljum að yfirvöld viðurkenni að upp sé komið neyðarástand og grípi til aðgerða strax.“ Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu á mótmælunum í höfuðborginni Canberra í dag. Hann segir ástandið þjóðarkrísu. Hann viðurkenndi að yfirvöld á öllum stigum þyrftu að gera betur í tengslum við kynbundið ofbeldi. „Við verðum að breyta menningunni, viðmótinu, dómskerfinu og nálgun allra yfirvalda,“ sagði hann. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki kvennanna að bæta þetta. Karlarnir þurfa að breyta viðhorfi karlanna.“ Kveikjan að mótmælunum var stunguárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í Sydney fyrr í mánuðinum, þegar maður gekk um og stakk sex til bana, fimm konur og öryggisvörð sem freistaði þess að stöðva árásarmanninn. Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árásin hafi beinst gegn konum. Samkvæmt gögnum frá baráttuhópnum Destroy the Joint voru 27 konur drepnar fyrstu 119 dagana á árinu.
Ástralía Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir því sem koma mundi Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31
Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47