Ólafur snertir á mörgu í þætti dagsins, þar á meðal hlutverki og nálgun karla í kvennaíþróttum, að hann hafi ekki verið að leita eftir þjálfarastarfið þegar Þróttarstarfið kom upp og hvaðan hann fékk prófessorsnafnið.

Ólafur hefur reglulega verið kallaður prófessorinn en kveðst í samtali við Helenu Ólafsdóttur í þættinum ekki fullviss hvaðan nafnið kemur eða hvaða þýðingu það hafi.
„Ég veit það ekki, Helena. Einhverjar sögur segja að Gaupi hafi komið með þetta. Þetta hefur bara loðað einhvernveginn við. Ég veit ekki einu sinni hvort þetta er jákvætt eða neikvætt, hvort þetta er sagt í háði eða hvað,“
„Það skiptir svo sem ekki máli, mér finnst það allt í góðu lagi. Það er kannski vegna þess að ég er bölvaður nörd og á til að grafa djúpt í allskonar hluti,“ segir Ólafur.
Þáttinn má sjá í heild sinni að neðan.