Að mæðra barn í hjarta sínu Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 2. maí 2024 08:01 Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar. Við hjá Gleym mér ei höfum séð hversu þungt það er að bíða í tilhlökkun og von um að fá barn í fangið, en ganga svo tómhent heim af fæðingardeildinni og fá aldrei að sjá barnið sitt vaxa úr grasi - að mæðra barn í hjarta sínu ævilangt. Á dögum sem þessum getur tómleikinn orðið meira yfirþyrmandi. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Á þessum mæðradegi viljum við beina sjónum okkar sérstaklega að þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki ber sorg sína í hljóði. Í fyrra dreifði Gleym mér ei hátt í 170 minningarkössum sem ætlað er að hjálpa foreldrum og aðstandendum að varðveita minningu litlu ljósanna sinna. Því miður hafa aldrei fleiri minningarkassar farið frá okkur á einu ári. Það eru því margar tómhentar mæður þarna úti. Minningarkassarnir hafa verið eitt helsta verkefni Gleym mér ei síðustu árin. Við útvegum allt efni í þá, s.s. gifsmót fyrir litla fætur og hendur, box fyrir hárlokk, tuskudýr, kertastjaka, skartgripi fyrir foreldra og barn, og upplýsingaefni. Við pökkum þessu í fallega kassa með hjálp sjálfboðaliða og sendum á spítala um allt land eftir þörfum. Til að fjármagna gerð kassana, og gera enn betur í þjónustu og stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, höfum við hjá Gleym mér ei hafið söfnun inn á styrkja.is/gleym-mer-ei. Við vonum að almenningur í landinu geti lagt okkur lið og tekið þátt í okkar fallegu verkefnum. Auk minningarkassanna, hefur Gleym mér ei útvegað kælivöggur á spítala landsins svo að foreldrar geti haft börnin hjá sér lengur og skapað minningar með þeim. Við erum í samstarfi við flokk sjálfboðaliða um allt land sem saumar og prjónar fyrir okkur lítil föt og öskjur fyrir þau allra minnstu. Einnig veitum við þjónustu til foreldra í sorgarferlinu með ráðgjafasamtölum og jafningjastuðningi, og skipuleggjum viðburði, samveru og minningarstund fyrir alla aðstandendur. Við gætum ekki haldið úti þessum verkefnum nema með stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Á þessum mæðradegi skulum við hugsa sérstaklega til þeirra mæðra sem fá ekki að halda á börnum sínum í fanginu, heldur geyma þau í hjörtum sínum ævilangt. Við sjáum ykkur elsku mæður. Höfundur er stjórnarformaður hjá Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar. Við hjá Gleym mér ei höfum séð hversu þungt það er að bíða í tilhlökkun og von um að fá barn í fangið, en ganga svo tómhent heim af fæðingardeildinni og fá aldrei að sjá barnið sitt vaxa úr grasi - að mæðra barn í hjarta sínu ævilangt. Á dögum sem þessum getur tómleikinn orðið meira yfirþyrmandi. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Á þessum mæðradegi viljum við beina sjónum okkar sérstaklega að þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki ber sorg sína í hljóði. Í fyrra dreifði Gleym mér ei hátt í 170 minningarkössum sem ætlað er að hjálpa foreldrum og aðstandendum að varðveita minningu litlu ljósanna sinna. Því miður hafa aldrei fleiri minningarkassar farið frá okkur á einu ári. Það eru því margar tómhentar mæður þarna úti. Minningarkassarnir hafa verið eitt helsta verkefni Gleym mér ei síðustu árin. Við útvegum allt efni í þá, s.s. gifsmót fyrir litla fætur og hendur, box fyrir hárlokk, tuskudýr, kertastjaka, skartgripi fyrir foreldra og barn, og upplýsingaefni. Við pökkum þessu í fallega kassa með hjálp sjálfboðaliða og sendum á spítala um allt land eftir þörfum. Til að fjármagna gerð kassana, og gera enn betur í þjónustu og stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, höfum við hjá Gleym mér ei hafið söfnun inn á styrkja.is/gleym-mer-ei. Við vonum að almenningur í landinu geti lagt okkur lið og tekið þátt í okkar fallegu verkefnum. Auk minningarkassanna, hefur Gleym mér ei útvegað kælivöggur á spítala landsins svo að foreldrar geti haft börnin hjá sér lengur og skapað minningar með þeim. Við erum í samstarfi við flokk sjálfboðaliða um allt land sem saumar og prjónar fyrir okkur lítil föt og öskjur fyrir þau allra minnstu. Einnig veitum við þjónustu til foreldra í sorgarferlinu með ráðgjafasamtölum og jafningjastuðningi, og skipuleggjum viðburði, samveru og minningarstund fyrir alla aðstandendur. Við gætum ekki haldið úti þessum verkefnum nema með stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Á þessum mæðradegi skulum við hugsa sérstaklega til þeirra mæðra sem fá ekki að halda á börnum sínum í fanginu, heldur geyma þau í hjörtum sínum ævilangt. Við sjáum ykkur elsku mæður. Höfundur er stjórnarformaður hjá Gleym mér ei.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun