Sophia Bush kemur út úr skápnum Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 21:51 Sophia Bush er 41 árs gömul og segir að henni finnist hún loks geta andað. Getty/GENNA MARTIN Sophia Bush hefur komið út úr skápnum og staðfest að hún sé í sambandi með Ashlyn Harris, fyrrverandi landsliðskonu í landsliði Bandaríkjanna í fótbolta. Bush segist loksins geta andað og segist finna fyrir miklum létti. Bush, sem er leikkona og hvað þekktust fyrir leik sinn í þáttunum One Tree Hill, var í viðtali við Glamour í Bandaríkjunum þar sem hún segist pirruð yfir því að þurfa að koma út úr skápnum árið 2024 en ítrekaði að samfélag hinsegin fólks hefði líklega ekki orðið fyrir eins miklum árásum um árabil og það stæði frammi fyrir nú. Hundruð frumvarpa sem beindust gegn samfélaginu hefðu verið lögð fyrir fjölmörg ríkisþing Bandaríkjanna í fyrra og segist hún þess vegna hafa ákveðið að stíga fram. Hún skildi við eiginmann sinn í fyrra, eftir að þau höfðu gift sig snemma árs 2022. Undir lok síðasta árs sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að Bush væri að hitta Harris. Þær mættu svo saman í Óskarsverðlaunasamkvæmi í síðasta mánuði, samkvæmt frétt NBC News. Í viðtalinu, sem ber fyrirsögnina „Mér finnst ég loks geta andað“ segir Bush frá því að eftir að fregnirnar af sambandi hennar og Harris birtust fyrst hafi vinkona móður hennar hringt í hana og spurt hvort þetta gæti verið rétt. Dóttir hennar væri ekki samkynhneigð. Móðir hennar svaraði um hæl: „Elskan mín. Ég held hún sé frekar samkynhneigð og hún er glöð.“ Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Bush, sem er leikkona og hvað þekktust fyrir leik sinn í þáttunum One Tree Hill, var í viðtali við Glamour í Bandaríkjunum þar sem hún segist pirruð yfir því að þurfa að koma út úr skápnum árið 2024 en ítrekaði að samfélag hinsegin fólks hefði líklega ekki orðið fyrir eins miklum árásum um árabil og það stæði frammi fyrir nú. Hundruð frumvarpa sem beindust gegn samfélaginu hefðu verið lögð fyrir fjölmörg ríkisþing Bandaríkjanna í fyrra og segist hún þess vegna hafa ákveðið að stíga fram. Hún skildi við eiginmann sinn í fyrra, eftir að þau höfðu gift sig snemma árs 2022. Undir lok síðasta árs sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að Bush væri að hitta Harris. Þær mættu svo saman í Óskarsverðlaunasamkvæmi í síðasta mánuði, samkvæmt frétt NBC News. Í viðtalinu, sem ber fyrirsögnina „Mér finnst ég loks geta andað“ segir Bush frá því að eftir að fregnirnar af sambandi hennar og Harris birtust fyrst hafi vinkona móður hennar hringt í hana og spurt hvort þetta gæti verið rétt. Dóttir hennar væri ekki samkynhneigð. Móðir hennar svaraði um hæl: „Elskan mín. Ég held hún sé frekar samkynhneigð og hún er glöð.“
Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira