Eiríkur og Bjarni takast á um nefnd um íslenska tungu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 10:12 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir Eirík vera að gera úlfalda úr mýflugu. Vísir/Samsett Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tókust á um sérstaka ráðherranefnd um málefni íslenska tungu sem sett var á stofn árið 2022. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á dögunum að nefndin yrði lögð niður og segir Eiríkur það vott um getuleysi ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Tekist hefur verið á um stöðu íslenskrar tungu á samfélagsmiðlum undanfarna daga í kjölfar greinar sem Snorri Másson fréttamaður birti á Vísi á dögunum sem fjallaði um enskumælandi ráð sem sett var á laggirnar í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi gagnrýndi framsetningu Snorra og sagði hana ýta undir skautun. Enskumælandi ráð sveitarfélagsins vakti athygli vegna verðlauna sem ráðið hlaut frá Byggðastofnun. Snorri sagði það vera áhyggjuefni frekar en verðlaunaefni að enskt mál sé notað í íslenskri stjórnsýslu og ákveðinn illur forboði. Einar bendir þó á að málefni íslenskukennslu sé það sem einna mest er rætt á fundum ráðsins. Brýnna en nokkru sinni fyrr Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, birti á dögunum pistil á síðuna Málspjallið á Facebook þar sem hann fjallar um að ráðherranefnd um íslenska tungu hafi verið leyst upp. Hann segir það vera dapurlegan vitnisburð um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar. Málefni sem hann segir brýnni en nokkru sinni fyrr. „Nefndin stóð að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um íslenska tungu sem menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram í haust – hálfu ári á eftir áætlun – og er enn í meðförum Alþingis þótt hún eigi að gilda fyrir árin 2023-2026. Annað hefur ekki heyrst frá nefndinni en í fréttatilkynningu um stofnun hennar sagði að viðkomandi ráðuneyti myndu „hafa umsjón með skilgreindum áherslum sem verða útfærð í aðgerðaáætlun um íslenska tungu,““ segir í pistli Eiríks. „Þetta er dapurlegur vitnisburður um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar – málefnum sem eru brýnni en nokkru sinni fyrr – og bætist ofan á það áhugaleysi og getuleysi sem birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun næstu fimm ára eins og hér var rakið nýlega,“ bætir hann við. „Miklar ályktanir af litlu tilefni“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir þó Eirík hafa dregið miklar ályktanir af litlu tilefni. Í athugasemd við færslu Eiríks gefur hann lítið fyrir framsetningu Eiríks á ákvörðun ríkisstjórnarinnar og spyr sig hvort ekki sé hægt að færa umræðu um málaflokkinn á hærra plan. Eiríkur segir hins vegar ljóst að með stofnun sérstakrar ráðherranefndar um íslenska tungu hafi átt að leggja áherslu á mikilvægi þessa málefnis og því eðlilegt að túlka niðurlagningu hennar á þann hátt að verið sé að draga úr vægi þess. „Staðreynd málsins er að allar ráðherranefndir falla niður við það að ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur fékk lausn. Við vorum að ákveða fyrir nýja ríkisstjórn hvaða ráðherranefndir myndu starfa. Fyrir utan þrjár lögboðnar var ákveðið að starfrækja ráðherranefnd um loftslagsmál og aðra um samræmingu mála,“ svarar Bjarni. „Í þessari síðarnefndu sé ég fyrir mér að við ræðum ýmis mál, m.a. mál íslenskrar tungu. Hin sérstaka ráðherranefnd um íslenska tungu hafði ef ég man rétt komið saman í fjögur skipti. Það eru engin þau straumhvörf að verða sem umræða á þessum þræði gefur til kynna. Bara alls ekki,“ bætir Bjarni við. Eiríkur svarar Bjarna fullum hálsi og segist ekki hafa sagt að nein straumhvörf væru að verða. Augljóst sé þó að stofnun sérstakrar ráðherranefndar um málaflokkinn hafi verið ætlað sað senda ákveðin skilaboð og niðurfelling hennar sömuleiðis. Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Er stóraukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni? Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag. 24. apríl 2024 22:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Tekist hefur verið á um stöðu íslenskrar tungu á samfélagsmiðlum undanfarna daga í kjölfar greinar sem Snorri Másson fréttamaður birti á Vísi á dögunum sem fjallaði um enskumælandi ráð sem sett var á laggirnar í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi gagnrýndi framsetningu Snorra og sagði hana ýta undir skautun. Enskumælandi ráð sveitarfélagsins vakti athygli vegna verðlauna sem ráðið hlaut frá Byggðastofnun. Snorri sagði það vera áhyggjuefni frekar en verðlaunaefni að enskt mál sé notað í íslenskri stjórnsýslu og ákveðinn illur forboði. Einar bendir þó á að málefni íslenskukennslu sé það sem einna mest er rætt á fundum ráðsins. Brýnna en nokkru sinni fyrr Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, birti á dögunum pistil á síðuna Málspjallið á Facebook þar sem hann fjallar um að ráðherranefnd um íslenska tungu hafi verið leyst upp. Hann segir það vera dapurlegan vitnisburð um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar. Málefni sem hann segir brýnni en nokkru sinni fyrr. „Nefndin stóð að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um íslenska tungu sem menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram í haust – hálfu ári á eftir áætlun – og er enn í meðförum Alþingis þótt hún eigi að gilda fyrir árin 2023-2026. Annað hefur ekki heyrst frá nefndinni en í fréttatilkynningu um stofnun hennar sagði að viðkomandi ráðuneyti myndu „hafa umsjón með skilgreindum áherslum sem verða útfærð í aðgerðaáætlun um íslenska tungu,““ segir í pistli Eiríks. „Þetta er dapurlegur vitnisburður um áhugaleysi og getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum íslenskunnar – málefnum sem eru brýnni en nokkru sinni fyrr – og bætist ofan á það áhugaleysi og getuleysi sem birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun næstu fimm ára eins og hér var rakið nýlega,“ bætir hann við. „Miklar ályktanir af litlu tilefni“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir þó Eirík hafa dregið miklar ályktanir af litlu tilefni. Í athugasemd við færslu Eiríks gefur hann lítið fyrir framsetningu Eiríks á ákvörðun ríkisstjórnarinnar og spyr sig hvort ekki sé hægt að færa umræðu um málaflokkinn á hærra plan. Eiríkur segir hins vegar ljóst að með stofnun sérstakrar ráðherranefndar um íslenska tungu hafi átt að leggja áherslu á mikilvægi þessa málefnis og því eðlilegt að túlka niðurlagningu hennar á þann hátt að verið sé að draga úr vægi þess. „Staðreynd málsins er að allar ráðherranefndir falla niður við það að ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur fékk lausn. Við vorum að ákveða fyrir nýja ríkisstjórn hvaða ráðherranefndir myndu starfa. Fyrir utan þrjár lögboðnar var ákveðið að starfrækja ráðherranefnd um loftslagsmál og aðra um samræmingu mála,“ svarar Bjarni. „Í þessari síðarnefndu sé ég fyrir mér að við ræðum ýmis mál, m.a. mál íslenskrar tungu. Hin sérstaka ráðherranefnd um íslenska tungu hafði ef ég man rétt komið saman í fjögur skipti. Það eru engin þau straumhvörf að verða sem umræða á þessum þræði gefur til kynna. Bara alls ekki,“ bætir Bjarni við. Eiríkur svarar Bjarna fullum hálsi og segist ekki hafa sagt að nein straumhvörf væru að verða. Augljóst sé þó að stofnun sérstakrar ráðherranefndar um málaflokkinn hafi verið ætlað sað senda ákveðin skilaboð og niðurfelling hennar sömuleiðis.
Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Er stóraukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni? Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag. 24. apríl 2024 22:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Er stóraukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni? Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag. 24. apríl 2024 22:01