Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 10:00 Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR, segir ummæli Brynjars Karls lítillækkandi fyrir hans leikmenn. Vísir/Samsett Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. „Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári. KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári.
KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19
Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti