Sigurbergur, sem er tvítugur varnar- og miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki.
Hann er uppalinn hjá Stjörnunni og lék átta leiki með liðinu í Bestu deildinni fyrri hluta síðasta tímabils. Seinni hluta þess lék Sigurbergur sjö deildarleiki með HK. Hann lék einnig sem lánsmaður með Gróttu í Lengjudeildinni 2022.
Sigurbergur hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrettán leiki með U-19 ára landsliðinu. Hann lék alla þrjá leiki þess á EM í fyrra.
Fylkir er með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti/Hugin í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun.