Infantino: Stórkostlegt að hitta Þorvald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:00 Það fór mjög vel á með Þorvaldi Örlygssyni og Gianni Infantino í París. KSÍ Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, átti sinn fyrsta fund með Gianni Infantino, forseta FIFA, í París á þriðjudag. Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands sögð bæði frá fundinum á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að þeir félagar hafi meðal annars rætt A landslið karla og kvenna og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Með Talent Development Scheme vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna. Þeir Þorvaldur og Gianni ræddu einnig innviði í Laugardalnum. „Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta,“ sagði Þorvaldur í frétt á heimasíðu KSÍ. Infantino afhenti líka Þorvaldur sérmerkta veifu þar sem má finna nafn þeirra beggja og dagsetningu fundarins. „Það var stórkostlegt að hitta forseta Knattspyrnusambands Íslands, Þorvald Örlygsson, í París og ég óskaði honum til hamingju með kosningu sína á dögunum,“ sagði Gianni Infantino á Instagram síðu sinni. „Allir hafa tekið eftir góðum árangri landsliða Íslands á síðustu árum og ég mjög ánægður með að Knattspyrnusamband Íslands sé tilbúið að stíga skrefin til að halda áfram að ná góðum árangri í framtíðinni með því að huga vel að yngri flokka starfinu,“ sagði Infantino. „Örlygsson forseti er fyrrum landsliðsmaður sjálfur og hann þekkir vel mikilvægi þess að byrja strax í grasrótunum. Umsókn Íslands um að taka þátt í Talent Development Scheme er risaskref í rétt átt,“ sagði Infantino. Alþjóða knattspyrnusambandið sýndi fundinum líka áhuga og nánar má lesa um fund þeirra Þorvaldar og Infantino á heimasíðu FIFA. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) FIFA KSÍ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands sögð bæði frá fundinum á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að þeir félagar hafi meðal annars rætt A landslið karla og kvenna og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Með Talent Development Scheme vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna. Þeir Þorvaldur og Gianni ræddu einnig innviði í Laugardalnum. „Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta,“ sagði Þorvaldur í frétt á heimasíðu KSÍ. Infantino afhenti líka Þorvaldur sérmerkta veifu þar sem má finna nafn þeirra beggja og dagsetningu fundarins. „Það var stórkostlegt að hitta forseta Knattspyrnusambands Íslands, Þorvald Örlygsson, í París og ég óskaði honum til hamingju með kosningu sína á dögunum,“ sagði Gianni Infantino á Instagram síðu sinni. „Allir hafa tekið eftir góðum árangri landsliða Íslands á síðustu árum og ég mjög ánægður með að Knattspyrnusamband Íslands sé tilbúið að stíga skrefin til að halda áfram að ná góðum árangri í framtíðinni með því að huga vel að yngri flokka starfinu,“ sagði Infantino. „Örlygsson forseti er fyrrum landsliðsmaður sjálfur og hann þekkir vel mikilvægi þess að byrja strax í grasrótunum. Umsókn Íslands um að taka þátt í Talent Development Scheme er risaskref í rétt átt,“ sagði Infantino. Alþjóða knattspyrnusambandið sýndi fundinum líka áhuga og nánar má lesa um fund þeirra Þorvaldar og Infantino á heimasíðu FIFA. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
FIFA KSÍ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira