Segir sína menn ekki verðskulda Evrópusæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 23:31 Pochettino var ekki skemmt yfir leik kvöldsins. EPA-EFE/ANDY RAIN „Arsenal er á þeim sem stað sem við viljum vera á. Við viljum vera á öðrum stað á næstu leiktíð en við erum nú,“ sagði Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, eftir 5-0 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. „Það er ekki erfitt að útskýra hvað gerðist, það sáu öll að við börðumst ekki frá fyrstu mínútu. Eftir að þeir skoruðu fyrsta markið varð liðið mitt mjög aumt. Ég er mjög vonsvikinn með byrjunina því við ætluðum að mæta orkumiklir til leiks og standa okkur betur.“ „Við vorum ekki árásagjarnir og við héldum ekki einbeitingu í aðstæðum þar sem það er auðvelt að finna lausnir. Þess vegna erum við vonsviknir.“ „Í hálfleik töluðum við um að byrja á annan hátt, af krafti. En við byrjuðum fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari hálfleik virkilega illa. Þegar við fengum á okkur þriðja markið þá gáfumst við upp.“ „Við börðumst og spiluðum virkilega vel gegn Manchester City, það var frábær leikur. En svo gerðum við það ekki þremur dögum seinna. Mögulega vorum við ekki nægilega ferskir.“ „Við erum að missa marga leikmenn í meiðsli og það gerir leikstjórnun erfiðari. Við getum ekki sagt að það sé ástæðan fyrir að við töpuðum en með því að missa Cole Palmer þá missum við skapandi leikmann sem tengir liðið saman,“ sagði Pochettino um fjarveru Palmer í kvöld. „Það er ósanngjarnt að tala um þá leikmenn sem voru ekki með. Frá því að tímabilið byrjaði hefur okkur vantað hina ýmsu leikmenn.“ Cole Palmer hefur verið allt í öllu í sóknarleik Chelsea á leiktíðinni.Marc Atkins/Getty Images Um Arsenal „Arsenal er með mjög gott lið en mér finnst að við höfum leyft þeim að spila sinn leik. Við gáfum þeim alla möguleika til að spila og skapa færi. Þess vegna erum við vonsviknir. Á vissan hátt var þetta jafn leikur en við erum of óstöðugir.“ „Það er erfitt að horfa fram veginn eftir leik sem þennan þar sem við erum vonsviknir. Það er erfitt að tala um markmið. Ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við ekki skilið að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
„Það er ekki erfitt að útskýra hvað gerðist, það sáu öll að við börðumst ekki frá fyrstu mínútu. Eftir að þeir skoruðu fyrsta markið varð liðið mitt mjög aumt. Ég er mjög vonsvikinn með byrjunina því við ætluðum að mæta orkumiklir til leiks og standa okkur betur.“ „Við vorum ekki árásagjarnir og við héldum ekki einbeitingu í aðstæðum þar sem það er auðvelt að finna lausnir. Þess vegna erum við vonsviknir.“ „Í hálfleik töluðum við um að byrja á annan hátt, af krafti. En við byrjuðum fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari hálfleik virkilega illa. Þegar við fengum á okkur þriðja markið þá gáfumst við upp.“ „Við börðumst og spiluðum virkilega vel gegn Manchester City, það var frábær leikur. En svo gerðum við það ekki þremur dögum seinna. Mögulega vorum við ekki nægilega ferskir.“ „Við erum að missa marga leikmenn í meiðsli og það gerir leikstjórnun erfiðari. Við getum ekki sagt að það sé ástæðan fyrir að við töpuðum en með því að missa Cole Palmer þá missum við skapandi leikmann sem tengir liðið saman,“ sagði Pochettino um fjarveru Palmer í kvöld. „Það er ósanngjarnt að tala um þá leikmenn sem voru ekki með. Frá því að tímabilið byrjaði hefur okkur vantað hina ýmsu leikmenn.“ Cole Palmer hefur verið allt í öllu í sóknarleik Chelsea á leiktíðinni.Marc Atkins/Getty Images Um Arsenal „Arsenal er með mjög gott lið en mér finnst að við höfum leyft þeim að spila sinn leik. Við gáfum þeim alla möguleika til að spila og skapa færi. Þess vegna erum við vonsviknir. Á vissan hátt var þetta jafn leikur en við erum of óstöðugir.“ „Það er erfitt að horfa fram veginn eftir leik sem þennan þar sem við erum vonsviknir. Það er erfitt að tala um markmið. Ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við ekki skilið að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira