Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2024 15:39 Kristrún segir frumvarpið sem Bjarkey mun mæla fyrir á morgun vera algerlega út úr öllu korti, til standi að veita sjókvíaeldismönnum leyfi um ókomna tíð. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. „Lengi getur vont versnað hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Nú ætlar þessi ríkisstjórn að gefa auðlindir þjóðarinnar — eða nánar tiltekið: Ríkisstjórnin ætlar að afhenda fiskeldisfyrirtækjum firðina okkar, varanlega. Með ótímabundnum rekstrarleyfum — sem hafa hingað til verið tímabundin, til 16 ára í senn og með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum,“ sagði Kristrún. Núverandi lög um fiskeldi eru frá árin 2008. Telji Matvælastofnun að umsókn um rekstrarleyfi fullnægi ekki skilyrðum laganna eftir auglýsingu um tillögu að rekstrarleyfi skal stofnunin gefa út rekstrarleyfi til 16 ára. Nýja frumvarpið um lagareldi kveður á um ótímabundin rekstrarleyfi. “Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið,” segir í greinargerð með frumvarpinu sem Bjarkey ætlar að leggja fram á morgun. Kristrún taldi ríkisstjórnina komna langt út af veginum. Hún sagði að nær öll þessi leyfi hafi verið gefin út án eldurgjalds á sínum tíma. En engu að síður ætli ríkisstjórnin núna að breyta lögum þannig að öll þessi rekstrarleyfi verði ótímabundin, og þar á meðal leyfi sem þegar hafa verið veitt, án endurgjalds. „Hvað gengur fólki eiginlega til?“ spurði Kristrún. Laxeldisfyrirtæki eignast firðina um aldur og ævi Kristrún sagði að Bjarkey hygðist mæla fyrir þessu frumvarpi á morgun. Og hafi hún tekið við þessu máli frá tveimur fyrrverandi matvælaráðherrum — fyrrverandi og núverandi foringjum Vinstri grænna. „Þetta sé stjórnmálaflokkur sem hefur á tyllidögum talað um „þjóðareign auðlinda“ — og mikilvægi þess að taka upp ákvæði um þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá, að vísu án árangurs. Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin?“ Kristrún spurði hvað hafi breyst? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja orkufyrirtæki fá ekki nema tímabundin rekstrarleyfi. „Ég spyr: Telur hæstvirtur ráðherra að það verði sátt um það í íslensku samfélagi að gefa laxeldisfyrirtækjum leyfi til að nota firðina okkar um aldur og ævi? Haldið þið í alvörunni að þjóðin geti sætt sig við þetta — að þetta sé leiðin til að skapa samfélagslega sátt um þessa atvinnugrein, og áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun?” Var ráðherra að viðurkenna mistök frá upphafi vega? Bjarkey sagði að það hafi borið á því í umræðunni og þess hafi sést staður í fjölmiðlum að það stæði til að gefa firðina. Og löggjöfin væri óljós varðandi þessi atriði. Bjarkey vildi hins vegar meina að matvælaráðuneytið vildi taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfið væri ótímabundið. Að það væru takmarkaðar heimildir að synja fyrirtæki starfsleyfi ef það stæði sig ekki, í raun litlar heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa. Hún sagði það svo í dag að rekstrarleyfishafi gæti farið á svig við skyldur og það væri erfitt að stöðva slíka atvinnustarfsemi innan þess 16 ára ramma sem frumvarpið sem Bjarkey ætlar að mæla fyrir á morgun, ætlunin sé að ná betur utan um þetta og að auðveldara að bregðast við ef frávik verða í rekstri. Kristrún sagði að hún heyrði ekki betur en að Bjarkey væri að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi gert mistök frá upphafi og lagt í þá vegferð að útdeila ótímabundnum leyfum. Hvort ekki væri nú nær að takmarka leyfin í stað þess að gera þau ótímabundin? Bjarkey sagði að málið ætti eftir að fara fyrir nefnd og það kæmu þá þar fram sjónarmið sem þurfa þykir og hægt að bregðast við þar og þá. Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Loftslagsmál Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Lengi getur vont versnað hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Nú ætlar þessi ríkisstjórn að gefa auðlindir þjóðarinnar — eða nánar tiltekið: Ríkisstjórnin ætlar að afhenda fiskeldisfyrirtækjum firðina okkar, varanlega. Með ótímabundnum rekstrarleyfum — sem hafa hingað til verið tímabundin, til 16 ára í senn og með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum,“ sagði Kristrún. Núverandi lög um fiskeldi eru frá árin 2008. Telji Matvælastofnun að umsókn um rekstrarleyfi fullnægi ekki skilyrðum laganna eftir auglýsingu um tillögu að rekstrarleyfi skal stofnunin gefa út rekstrarleyfi til 16 ára. Nýja frumvarpið um lagareldi kveður á um ótímabundin rekstrarleyfi. “Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið,” segir í greinargerð með frumvarpinu sem Bjarkey ætlar að leggja fram á morgun. Kristrún taldi ríkisstjórnina komna langt út af veginum. Hún sagði að nær öll þessi leyfi hafi verið gefin út án eldurgjalds á sínum tíma. En engu að síður ætli ríkisstjórnin núna að breyta lögum þannig að öll þessi rekstrarleyfi verði ótímabundin, og þar á meðal leyfi sem þegar hafa verið veitt, án endurgjalds. „Hvað gengur fólki eiginlega til?“ spurði Kristrún. Laxeldisfyrirtæki eignast firðina um aldur og ævi Kristrún sagði að Bjarkey hygðist mæla fyrir þessu frumvarpi á morgun. Og hafi hún tekið við þessu máli frá tveimur fyrrverandi matvælaráðherrum — fyrrverandi og núverandi foringjum Vinstri grænna. „Þetta sé stjórnmálaflokkur sem hefur á tyllidögum talað um „þjóðareign auðlinda“ — og mikilvægi þess að taka upp ákvæði um þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá, að vísu án árangurs. Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin?“ Kristrún spurði hvað hafi breyst? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja orkufyrirtæki fá ekki nema tímabundin rekstrarleyfi. „Ég spyr: Telur hæstvirtur ráðherra að það verði sátt um það í íslensku samfélagi að gefa laxeldisfyrirtækjum leyfi til að nota firðina okkar um aldur og ævi? Haldið þið í alvörunni að þjóðin geti sætt sig við þetta — að þetta sé leiðin til að skapa samfélagslega sátt um þessa atvinnugrein, og áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun?” Var ráðherra að viðurkenna mistök frá upphafi vega? Bjarkey sagði að það hafi borið á því í umræðunni og þess hafi sést staður í fjölmiðlum að það stæði til að gefa firðina. Og löggjöfin væri óljós varðandi þessi atriði. Bjarkey vildi hins vegar meina að matvælaráðuneytið vildi taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfið væri ótímabundið. Að það væru takmarkaðar heimildir að synja fyrirtæki starfsleyfi ef það stæði sig ekki, í raun litlar heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa. Hún sagði það svo í dag að rekstrarleyfishafi gæti farið á svig við skyldur og það væri erfitt að stöðva slíka atvinnustarfsemi innan þess 16 ára ramma sem frumvarpið sem Bjarkey ætlar að mæla fyrir á morgun, ætlunin sé að ná betur utan um þetta og að auðveldara að bregðast við ef frávik verða í rekstri. Kristrún sagði að hún heyrði ekki betur en að Bjarkey væri að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi gert mistök frá upphafi og lagt í þá vegferð að útdeila ótímabundnum leyfum. Hvort ekki væri nú nær að takmarka leyfin í stað þess að gera þau ótímabundin? Bjarkey sagði að málið ætti eftir að fara fyrir nefnd og það kæmu þá þar fram sjónarmið sem þurfa þykir og hægt að bregðast við þar og þá.
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Loftslagsmál Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00