Um er að ræða 283 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1971. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Ríkharð og Edda settu eignina fyrst á sölu í desember 2022.
Síðastliðið ár hefur húsið verið í útleigu og hafa hjónin ákveðið að nú sé komin tími til að selja eignina. Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.






Greint var frá því maí í fyrra að Edda og Ríkharð hafi fest kaup á glæsilegu einbýli við Bakkavör á Seltjarnarnesi. Umrætt hús var teiknað af Kjartani Sveinssyni árið 1990 og er búið ellefu herbergjum.