Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 23:16 Mikil óvissa er enn um framtíð atvinnureksturs í bænum þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember. Vísir/Arnar Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði. Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira