Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“ Kári Mímisson skrifar 21. apríl 2024 21:35 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, býst við því að geta bráðum spilað utanhúss á Akranesi. Vísir/Bjarni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“ Besta deild karla ÍA Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur gegn öflugu Fylkisliði. Aftur gerum við það virkilega vel að leysa leikinn einum fleiri og skorum frábær mörk í seinni hálfleiknum. Ég var líka mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem Hinrik skorar frábært mark. Það vantaði hins vegar svona herslumuninn í fyrri hálfleik að klára þær opnanir sem við fengum og vildum fá. Rauða spjaldið kemur auðvitað upp úr einni slíkri opnun. Þannig að ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir spiluðu hér í dag.“ Þetta var annar leikur liðsins þar sem það leikur manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Spurður út í það leggur Jón Þór áherslu á það hvað hann sé sáttur með hvernig liðið leysti það verkefni. „Við spiluðum frábærlega í Kórnum gegn HK einum fleiri og mér fannst við gera það aftur mjög vel. Það eru ákveðin svæði sem myndast og við það og aftur þótti mér við nýta þau mjög vel.“ Leikurinn í dag fór fram í Akraneshöllinni þar sem ELKEM völlurinn er ekki tilbúinn. Liðið leikur næst í Mjólkurbikarnum gegn Tindastól á fimmtudaginn en sá leikur verður spilaður inn í höllinni sömuleiðis en svo mætir liðið FH eftir viku og sá leikur á að fara fram á grasinu fyrir utan. En verður völlurinn tilbúinn eftir viku? „Ég hef svo sem ekki séð veðurspána til þess að geta svarað því. Völlurinn er alveg tilbúinn. Við kláruðum mótið það snemma í fyrra að við gátum gatað, sandað og borið á hann og bara gert hann tilbúinn fyrir þetta tímabil. Þannig að hann verður frábær í sumar eða eins frábær og hann verður. Þetta er auðvitað gamall og lélegur völlur í grunninn en við erum að reyna að hugsa um hann eins vel og við getum. Svo er þetta bara spurning hvenær sprettan fer af stað og það er alveg ljóst að það er ekkert byrjað. Þannig að ég get ekki svarað því hvort við spilum gegn FH þarna eða ekki.“ ÍA liðið fer vel af stað í upphafi móts. Liðið fór sömuleiðis í úrslit Lengjubikarsins og er því til alls líklegt eins og staðan er. Spurður að því hversu langt liðið geti náð svarar Jón Þór því að fyrsta markmið liðsins sé einfaldlega að halda sér frá fallbaráttunni. „Við erum bara mjög einbeittir núna. Okkar fyrsta markmið er að koma okkur eins langt frá fallbaráttu og við mögulega getum í byrjun móts. Svo bara tökum við stöðuna seinna í mótinu og hvort við endurskoðum eitthvað það markmið. En það er alveg klárt og skýrt að núna erum við bara að safna stigum til að koma okkur eins langt frá fallbaráttunni og við getum.“ Það var mikið um dýrðir fyrir leik þegar Skagamenn kynntu nýjasta leikmann liðsins en Rúnar Már Sigurjónsson gekk þá inn á völlinn með gulan trefil. Rúnar skrifaði undir hjá ÍA á föstudaginn en það er þó búið að vera ljóst ansi lengi að Rúnar myndi leika á Akranesi í sumar. Rúnar var ekki í leikmannahópnum í dag en hvenær getum við átt von á því að hann spili með ykkur. „Hann er allur að koma til eftir aðgerðina sem hann fór í núna í janúar. Hann er ekki byrjaður að æfa með okkur en vonandi verður hann klár með okkur fljótlega.“
Besta deild karla ÍA Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira