„Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2024 17:45 Andri Rúnar Bjarnason sneri aftur heim til Vestra frá Val. skjáskot / vestri Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. „Mér líður bara helvíti vel. Þetta var sanngjarn sigur fannst mér og geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn.” Andri er uppalinn fyrir vestan og hefur því dreymt lengi um að Vestri spili í efstu deild og vinni sinn fyrsta leik á því sviði. „Það er gott að klára það af og nú getum við bara einbeitt okkur að því að halda áfram að spila fótbolta og njóta.” Það skein sjálfstraustið og samheldnin í Vestra liðinu sem skilaði sér heldur betur í dag. „Það er bara eins og þú segir, þetta er það sem við stöndum fyrir, Vestri, það er góð liðsheild, við erum allir að hlaupa fyrir alla, við erum að berjast fyrir hvorn annan og við ætlum ekki að vera lið sem verður auðvelt að spila við eða eitthvað í þá áttina þannig ég held að það hafi sést í dag að við mættum bara allir til leiks.” Andri Rúnar var í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. „Mjög gott að vera búinn að ná að koma svona mínútum í bankann. Ég var óheppinn úti í æfingaferðinni og tognaði þar þannig þetta er svona allt á réttri leið og ég er mjög sáttur með hvar ég stend í dag.” Vestri spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð gegn HK en sá leikur þarf að fara fram í Reykjavík sökum aðstöðuleysis á Ísafirði. „Það verður skrítið en það er bara algjörlega úr okkar höndum. Það er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan vetur og bara aðstæður sem við ráðum ekki við og það var enginnn sem hefði getað sagt okkur hvernig það var. Við getum í rauninni ekki hugsað neitt um það þannig það er bara fljúga suður og spila á Laugardalsvellinum, gervigrasinu (Avis vellinum, heimavelli Þróttar), það er bara heimaleikurinn okkar næstu helgi.” Besta deild karla Vestri KA Tengdar fréttir „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
„Mér líður bara helvíti vel. Þetta var sanngjarn sigur fannst mér og geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn.” Andri er uppalinn fyrir vestan og hefur því dreymt lengi um að Vestri spili í efstu deild og vinni sinn fyrsta leik á því sviði. „Það er gott að klára það af og nú getum við bara einbeitt okkur að því að halda áfram að spila fótbolta og njóta.” Það skein sjálfstraustið og samheldnin í Vestra liðinu sem skilaði sér heldur betur í dag. „Það er bara eins og þú segir, þetta er það sem við stöndum fyrir, Vestri, það er góð liðsheild, við erum allir að hlaupa fyrir alla, við erum að berjast fyrir hvorn annan og við ætlum ekki að vera lið sem verður auðvelt að spila við eða eitthvað í þá áttina þannig ég held að það hafi sést í dag að við mættum bara allir til leiks.” Andri Rúnar var í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. „Mjög gott að vera búinn að ná að koma svona mínútum í bankann. Ég var óheppinn úti í æfingaferðinni og tognaði þar þannig þetta er svona allt á réttri leið og ég er mjög sáttur með hvar ég stend í dag.” Vestri spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð gegn HK en sá leikur þarf að fara fram í Reykjavík sökum aðstöðuleysis á Ísafirði. „Það verður skrítið en það er bara algjörlega úr okkar höndum. Það er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan vetur og bara aðstæður sem við ráðum ekki við og það var enginnn sem hefði getað sagt okkur hvernig það var. Við getum í rauninni ekki hugsað neitt um það þannig það er bara fljúga suður og spila á Laugardalsvellinum, gervigrasinu (Avis vellinum, heimavelli Þróttar), það er bara heimaleikurinn okkar næstu helgi.”
Besta deild karla Vestri KA Tengdar fréttir „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram