Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 12:29 Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. Mennirnir eru erlendir ferðamenn og höfðu gengið í sex tíma þegar þeir hringdu á hjálp. Otti Rafn Sigmarsson, einn þeirra sem leituðu mannanna í gær, segir að þeir hafi verið illa haldnir þegar þeir fundust. „Það var mjög vont veður, bæði rok og rigning og mikil þoka. Svo eru miklar leysingar á svæðinu þannig það er mikil drulla og erfitt að komast um þarna á slóðanum. Þannig það var strax sent út öflugt viðbragð til þess að reyna að komast að þeim hratt og örugglega,“ segir Otti. Erfitt veður Það gekk vel að finna mennina og að komast að þeim. Þeir voru þokkalega vel búnir en veðrið í gær var alls ekki með þeim í liði. „Þeir voru bara þokkalega vel búnir og það var örugglega tuttugu til 25 metrar á sekúndu og úrhellisrigning allan daginn. Þannig það eru fá föt sem halda svoleiðis slagveðri í heilan dag uppi á fjalli,“ segir Otti. Fáir reyna að sjá eldgosið Gönguleiðin að Litla-Hrút er vinsæl leið og segir Otti það vera þónokkra umferð um svæðið. Færri freista þess að komast að eldgosinu sem er í gangi norðan við Grindavík. „Það er svona eitt og eitt dæmi en það er mjög lítið. Við höfum fengið mjög góðan frið gagnvart því. Það hefur ekki verið vandamál hingað til,“ segir Otti. „Ég held að það sýni því allir skilning að það er erfið staða í Grindavík og úthald viðbragðsaðila er ekki endalaust. Krafturinn hefur verið í og við Grindavík að sinna íbúum og aðstæðum þar. Fólk skilur það að þar þarf krafturinn að vera en ekki uppi á fjalli að skoða gosstöðvarnar.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Mennirnir eru erlendir ferðamenn og höfðu gengið í sex tíma þegar þeir hringdu á hjálp. Otti Rafn Sigmarsson, einn þeirra sem leituðu mannanna í gær, segir að þeir hafi verið illa haldnir þegar þeir fundust. „Það var mjög vont veður, bæði rok og rigning og mikil þoka. Svo eru miklar leysingar á svæðinu þannig það er mikil drulla og erfitt að komast um þarna á slóðanum. Þannig það var strax sent út öflugt viðbragð til þess að reyna að komast að þeim hratt og örugglega,“ segir Otti. Erfitt veður Það gekk vel að finna mennina og að komast að þeim. Þeir voru þokkalega vel búnir en veðrið í gær var alls ekki með þeim í liði. „Þeir voru bara þokkalega vel búnir og það var örugglega tuttugu til 25 metrar á sekúndu og úrhellisrigning allan daginn. Þannig það eru fá föt sem halda svoleiðis slagveðri í heilan dag uppi á fjalli,“ segir Otti. Fáir reyna að sjá eldgosið Gönguleiðin að Litla-Hrút er vinsæl leið og segir Otti það vera þónokkra umferð um svæðið. Færri freista þess að komast að eldgosinu sem er í gangi norðan við Grindavík. „Það er svona eitt og eitt dæmi en það er mjög lítið. Við höfum fengið mjög góðan frið gagnvart því. Það hefur ekki verið vandamál hingað til,“ segir Otti. „Ég held að það sýni því allir skilning að það er erfið staða í Grindavík og úthald viðbragðsaðila er ekki endalaust. Krafturinn hefur verið í og við Grindavík að sinna íbúum og aðstæðum þar. Fólk skilur það að þar þarf krafturinn að vera en ekki uppi á fjalli að skoða gosstöðvarnar.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent