Hirti krúnuna með látum en þarf að verja hana með kjafti og klóm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2024 08:01 Frægðarsól Fanneyjar Ingu reis hratt á síðasta ári. Sebastian Christoph Gollnow/Getty Images Fanney Inga Birkisdóttir kom, sá og sigraði Bestu deild kvenna í bókstaflegri merkingu á síðasta ári. Hvað gerist í markmannsmálum deildarinnar í ár? Þessi táningsmarkvörður gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari með Val á sínu fyrsta tímabili og hirti síðan stöðu A-landsliðsmarkvarðar með ótrúlega þroskaðri frammistöðu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni. Það er ljóst Fanney Inga fær verðuga samkeppni enda töluvert magn af bæði góðum sem og efnilegum markvörðum í Bestu deild kvenna í ár. Til að mynda má benda á samkeppnina innan Vals en Íris Dögg Gunnarsdóttir gekk í raðir Íslandsmeistara Vals fyrir komandi tímabil. Undanfarin ár hefur hún varið mark Þróttar en ákvað að söðla um og færa sig yfir lækinn. Telmu-tími runninn upp? Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, lék leiki Íslands í umspilinu um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA en þarf að sætta sig við að verma bekkinn þegar Fanney Inga er heil heilsu. Fanney Inga og Telma á góðri stundu.Vísir/Hulda Margrét Hún vonast eflaust til hirða krúnuna sem besti markvörður Bestu deildarinnar sem og landsliðssætið af Fanneyju. Byrjaði tímabilið með látum Nýliðar Víkings mæta með markvörð sem Vísir hefur nú þegar bent lesendum sínum á að fylgjast með. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir er nafnið og þrátt fyrir ungan aldur og enga reynslu í efstu deild er búist við miklu. Hún varð bikarmeistari með Víking síðasta sumar og spilaði svo gríðarstóra rullu þegar liði lagði Íslandsmeistara Vals í Meistarakeppni KSÍ eftir vítaspyrnukeppni. Sá leikur markar í raun upphaf nýs tímabils og þar gat Sigurborg Katla vart farið mikið betur af stað. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir varði tvær vítaspyrnur gegn Valskonum. Aðeins ein taldi en það dugði til sigurs.Vísir/Anton Brink Samkeppni í Garðabæ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving gekk í raðir Stjörnunnar fyrir síðustu leiktíð í von um að spila meira en hún hafði vermt bekkinn hjá Val þar áður ásamt því að leika með ÍBV og Aftureldingu á láni. Aftur kíki ég á Bestu kvenna og sé mögulega markvörslu sumarsins. Take a bow Auður Scheving Afsaka myndgæðin! Kannski að @St2Sport bjóði upp á alvöru upptöku við tækifæri #MarkmannshornRT pic.twitter.com/OW5rBJYYfs— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 7, 2023 Auður deildi markmannsstöðunni hjá Stjörnunni með gamla brýninu Erin McLeod en sú er að nálgast fertugt og er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Kanada. Þó Erin hafi aðeins spilað þriðjung leikja Stjörnunnar á síðustu leiktíð þá byrjaði hún fimm af sex leikjum liðsins í Lengjubikarnum í ár. Auður byrjaði einn en kom inn af bekknum í hálfleik í hinum fjórum leikjum Stjörnunnar. Það verður fróðlegt að sjá hvort Kristján Guðmundsson, þjálfari, haldi sig við það eða hvort önnur þeirra muni einfaldlega spila alla leiki sumarsins. Stormsveipur í Hafnafirði Aldís Guðlaugsdóttir mætti með látum í Bestu deildina á síðustu leiktíð. Alls lék hún 16 leiki fyrir spútniklið FH og sýndi oftar en ekki frábær tilþrif. Hún fór hins vegar til Bandaríkjanna í háskólanám og kláraði hin unga Herdís Halla Guðbjartsdóttir tímabilið í marki FH-inga. Ein af markvörslum sumarsins í boði Aldísar Guðlaugsdóttur Vona samt innilega að hún hafi urðað yfir varnarmennina sína, guð minn! @bestadeildin @fhingar pic.twitter.com/C9G1bEXylR— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) May 24, 2023 Herdís Halla, sem er fædd árið 2007, kom á láni frá Breiðabliki og hefur aftur verið lánuð í Hafnafjörð. Lék hún til að mynda alla leiki liðsins í Lengjubikarnum í ár. Það er því óvíst hvort Aldís gangi svo glatt í byrjunarliðið þegar hún snýr heim en ef marka má frammistöðu hennar á síðustu leiktíð gerir hún klárlega tilkall til þess. Snýr aftur reynslunni ríkari Í Árbænum er bara eitt í boði, það er að spila ungum og efnilegum markvörðum. Tinna Brá Magnúsdóttir, sem verður tvítug á þessu ári, mun verja mark liðsins. Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki yfir 100 KSÍ leiki og einn A-landsleik. Hún átti erfitt uppdráttar þegar hún spilaði alla leiki í fallliði Fylkis sumarið 2021 en er nú reynslunni ríkari og þeim mun betri markvörður en þá. Þrjár eða fjórar? Líkt og vanalega er töluvert af erlendum markvörðum í deildinni. Alls eru þær fjórar talsins í ár, þar af eru tvær á sínu öðru ári í deildinni. Vera Varis gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðasta tímabil og stendur enn vaktina í marki liðsins. Að sumrinu loknu gæti hún hafa spilað 50 leiki fyrir Keflavík. Sömu sögu er að segja af Monicu Elisabeth Wilhelm. Sú gekk í raðir Tindastóls fyrir síðustu leiktíð og er enn á Króknum. Hún gæti einnig brotið 50 leikja múrinn í sumar spili hún alla leiki Stólanna. Staðan er nokkuð forvitnileg á Akureyri en Harpa Jóhannsdóttir stóð vaktina í Lengjubikarnum þar sem Akureyringar unnu riðil sinn nokkuð örugglega. Undir lok síðasta mánaðar var hins vegar tilkynnt að markvörðurinn Shelby Money myndi leika með Þór/KA í sumar en það ætti þó endanlega eftir að ganga frá félagaskiptunum. Það verður því forvitnilegt að sjá hver standur í marki Þórs/KA þegar liðið sækir Íslandsmeistara Vals heim síðar í dag. Að lokum er það Mollee Swift sem mun verja mark Þróttar í sumar. Sú kemur úr bandaríska háskólaboltanum eins og svo margar sem koma hingað til lands. Besta deild kvenna hefst klukkan 15.00 í dag þegar Valur tekur á móti Þór/KA. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Fótbolti Besta deild kvenna Tengdar fréttir Kunnugleg andlit á nýjum slóðum og spennandi nýliðar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað á morgun, laugardag. Þar verður Ingvar Jónsson, besti markvörður deildarinnar undanfarin ár, í sviðsljósinu og þá reiknar Vísir með að Árni Snær Ólafsson standi vaktina í marki Stjörnunnar líkt og á síðasta tímabili. 5. apríl 2024 14:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þessi táningsmarkvörður gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari með Val á sínu fyrsta tímabili og hirti síðan stöðu A-landsliðsmarkvarðar með ótrúlega þroskaðri frammistöðu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni. Það er ljóst Fanney Inga fær verðuga samkeppni enda töluvert magn af bæði góðum sem og efnilegum markvörðum í Bestu deild kvenna í ár. Til að mynda má benda á samkeppnina innan Vals en Íris Dögg Gunnarsdóttir gekk í raðir Íslandsmeistara Vals fyrir komandi tímabil. Undanfarin ár hefur hún varið mark Þróttar en ákvað að söðla um og færa sig yfir lækinn. Telmu-tími runninn upp? Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, lék leiki Íslands í umspilinu um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA en þarf að sætta sig við að verma bekkinn þegar Fanney Inga er heil heilsu. Fanney Inga og Telma á góðri stundu.Vísir/Hulda Margrét Hún vonast eflaust til hirða krúnuna sem besti markvörður Bestu deildarinnar sem og landsliðssætið af Fanneyju. Byrjaði tímabilið með látum Nýliðar Víkings mæta með markvörð sem Vísir hefur nú þegar bent lesendum sínum á að fylgjast með. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir er nafnið og þrátt fyrir ungan aldur og enga reynslu í efstu deild er búist við miklu. Hún varð bikarmeistari með Víking síðasta sumar og spilaði svo gríðarstóra rullu þegar liði lagði Íslandsmeistara Vals í Meistarakeppni KSÍ eftir vítaspyrnukeppni. Sá leikur markar í raun upphaf nýs tímabils og þar gat Sigurborg Katla vart farið mikið betur af stað. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir varði tvær vítaspyrnur gegn Valskonum. Aðeins ein taldi en það dugði til sigurs.Vísir/Anton Brink Samkeppni í Garðabæ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving gekk í raðir Stjörnunnar fyrir síðustu leiktíð í von um að spila meira en hún hafði vermt bekkinn hjá Val þar áður ásamt því að leika með ÍBV og Aftureldingu á láni. Aftur kíki ég á Bestu kvenna og sé mögulega markvörslu sumarsins. Take a bow Auður Scheving Afsaka myndgæðin! Kannski að @St2Sport bjóði upp á alvöru upptöku við tækifæri #MarkmannshornRT pic.twitter.com/OW5rBJYYfs— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 7, 2023 Auður deildi markmannsstöðunni hjá Stjörnunni með gamla brýninu Erin McLeod en sú er að nálgast fertugt og er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Kanada. Þó Erin hafi aðeins spilað þriðjung leikja Stjörnunnar á síðustu leiktíð þá byrjaði hún fimm af sex leikjum liðsins í Lengjubikarnum í ár. Auður byrjaði einn en kom inn af bekknum í hálfleik í hinum fjórum leikjum Stjörnunnar. Það verður fróðlegt að sjá hvort Kristján Guðmundsson, þjálfari, haldi sig við það eða hvort önnur þeirra muni einfaldlega spila alla leiki sumarsins. Stormsveipur í Hafnafirði Aldís Guðlaugsdóttir mætti með látum í Bestu deildina á síðustu leiktíð. Alls lék hún 16 leiki fyrir spútniklið FH og sýndi oftar en ekki frábær tilþrif. Hún fór hins vegar til Bandaríkjanna í háskólanám og kláraði hin unga Herdís Halla Guðbjartsdóttir tímabilið í marki FH-inga. Ein af markvörslum sumarsins í boði Aldísar Guðlaugsdóttur Vona samt innilega að hún hafi urðað yfir varnarmennina sína, guð minn! @bestadeildin @fhingar pic.twitter.com/C9G1bEXylR— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) May 24, 2023 Herdís Halla, sem er fædd árið 2007, kom á láni frá Breiðabliki og hefur aftur verið lánuð í Hafnafjörð. Lék hún til að mynda alla leiki liðsins í Lengjubikarnum í ár. Það er því óvíst hvort Aldís gangi svo glatt í byrjunarliðið þegar hún snýr heim en ef marka má frammistöðu hennar á síðustu leiktíð gerir hún klárlega tilkall til þess. Snýr aftur reynslunni ríkari Í Árbænum er bara eitt í boði, það er að spila ungum og efnilegum markvörðum. Tinna Brá Magnúsdóttir, sem verður tvítug á þessu ári, mun verja mark liðsins. Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki yfir 100 KSÍ leiki og einn A-landsleik. Hún átti erfitt uppdráttar þegar hún spilaði alla leiki í fallliði Fylkis sumarið 2021 en er nú reynslunni ríkari og þeim mun betri markvörður en þá. Þrjár eða fjórar? Líkt og vanalega er töluvert af erlendum markvörðum í deildinni. Alls eru þær fjórar talsins í ár, þar af eru tvær á sínu öðru ári í deildinni. Vera Varis gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðasta tímabil og stendur enn vaktina í marki liðsins. Að sumrinu loknu gæti hún hafa spilað 50 leiki fyrir Keflavík. Sömu sögu er að segja af Monicu Elisabeth Wilhelm. Sú gekk í raðir Tindastóls fyrir síðustu leiktíð og er enn á Króknum. Hún gæti einnig brotið 50 leikja múrinn í sumar spili hún alla leiki Stólanna. Staðan er nokkuð forvitnileg á Akureyri en Harpa Jóhannsdóttir stóð vaktina í Lengjubikarnum þar sem Akureyringar unnu riðil sinn nokkuð örugglega. Undir lok síðasta mánaðar var hins vegar tilkynnt að markvörðurinn Shelby Money myndi leika með Þór/KA í sumar en það ætti þó endanlega eftir að ganga frá félagaskiptunum. Það verður því forvitnilegt að sjá hver standur í marki Þórs/KA þegar liðið sækir Íslandsmeistara Vals heim síðar í dag. Að lokum er það Mollee Swift sem mun verja mark Þróttar í sumar. Sú kemur úr bandaríska háskólaboltanum eins og svo margar sem koma hingað til lands. Besta deild kvenna hefst klukkan 15.00 í dag þegar Valur tekur á móti Þór/KA. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Fótbolti Besta deild kvenna Tengdar fréttir Kunnugleg andlit á nýjum slóðum og spennandi nýliðar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað á morgun, laugardag. Þar verður Ingvar Jónsson, besti markvörður deildarinnar undanfarin ár, í sviðsljósinu og þá reiknar Vísir með að Árni Snær Ólafsson standi vaktina í marki Stjörnunnar líkt og á síðasta tímabili. 5. apríl 2024 14:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Kunnugleg andlit á nýjum slóðum og spennandi nýliðar Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað á morgun, laugardag. Þar verður Ingvar Jónsson, besti markvörður deildarinnar undanfarin ár, í sviðsljósinu og þá reiknar Vísir með að Árni Snær Ólafsson standi vaktina í marki Stjörnunnar líkt og á síðasta tímabili. 5. apríl 2024 14:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast