Í yfirlýsingu segir Guðmundur að um byltingu sé að ræða og mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi.
„Fólk á ekki að mæta þröskuldum heldur þjónustu. Við umbyltinguna tökum við betur utan um fólk en áður, hvort sem það tekur þátt á vinnumarkaði eða ekki. Leiðarljósið er skýrt: Að stuðla að bættum kjörum og meira öryggi og vellíðan fólks. Grunnhugsunin er sú að við séum öll með og skiptum öll máli.“
Fundurinn hefst klukkan ellefu en auk Guðmundar flytja á fundinum innlegg þær Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Fundarstjóri er Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Sýnt verður frá fundinum í dag í beinni útsendingu í spilara hér að neðan. Þá er hægt að nálgast textaða útsendingu hér.