Neville orðlaus: „Var þetta gert opinbert á sínum tíma?“ Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 13:01 Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var vægast sagt undrandi á frásögn Bastian Schweinsteiger. Vísir/Samsett mynd Bastian Schweinsteiger, fyrrverandi leikmanni Manchester Untied, var meinaður aðgangur að búningsklefa aðalliðsins á æfingarsvæði félagsins eftir að Portúgalinn José Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá félaginu. Schweinsteiger sagði sögu sína í viðtali hjá Gary Neville, fyrrverandi leikmanni og fyrirliða Manchester United, sem var auðsjáanlega mjög hissa á þeirri sögu sem Schweinsteiger hafði að segja. Mourinho hafði tekið við stjórnartaumunum hjá Manchester United eftir tímabilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum Þegar að Schweinsteiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undanúrslit á EM með þýska landsliðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum. „Ég kom inn aðeins seinna en aðrir leikmenn, sökum þess hversu langt við í þýska landsliðinu fórum á EM, og liðið var í æfingarferð í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn í endurkomunni æfði ég með Zlatan Ibrahimovic. En næsta dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfingasvæði félagsins, kom John Murtough yfirmaður knattspyrnumála að mér og sagði: „Þú mátt ekki fara inn í búningsklefann. Það eru fyrirmæli frá þjálfaranum.“ Gary Neville var auðsjáanlega mjög hissa þegar að Schweinsteiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar viðvörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert. „Engin viðvörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auðvitað var það ekki auðvelt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“ Schweinsteiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búningsklefann til þess að sækja dótið sitt. Murtough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóðverjinn átti þar. „Ég færði mig yfir í búningsklefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourinho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki ánægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska landsliðsins. Vann að endurhæfingu minni í Þýskalandi undir þeirra handleiðslu en með samþykki Van Gaal.“ Schweinsteiger segist ekki hafa verið ósáttur hjá Manchester United líkt og Mourinho hélt fram. „Ég var mjög ánægður hjá félaginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tímabil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Trafford.“ Aðspurður hvernig liðsfélagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schweinsteiger að einhverjir þeirra hefðu sent sér skilaboð og tjáð undrun sína á þessu. „Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schweinsteiger sem spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Manchester United umrætt tímabil. Hann skipti svo yfir til Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum og lagði skóna á hilluna í október árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Mourinho hafði tekið við stjórnartaumunum hjá Manchester United eftir tímabilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum Þegar að Schweinsteiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undanúrslit á EM með þýska landsliðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum. „Ég kom inn aðeins seinna en aðrir leikmenn, sökum þess hversu langt við í þýska landsliðinu fórum á EM, og liðið var í æfingarferð í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn í endurkomunni æfði ég með Zlatan Ibrahimovic. En næsta dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfingasvæði félagsins, kom John Murtough yfirmaður knattspyrnumála að mér og sagði: „Þú mátt ekki fara inn í búningsklefann. Það eru fyrirmæli frá þjálfaranum.“ Gary Neville var auðsjáanlega mjög hissa þegar að Schweinsteiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar viðvörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert. „Engin viðvörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auðvitað var það ekki auðvelt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“ Schweinsteiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búningsklefann til þess að sækja dótið sitt. Murtough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóðverjinn átti þar. „Ég færði mig yfir í búningsklefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourinho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki ánægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska landsliðsins. Vann að endurhæfingu minni í Þýskalandi undir þeirra handleiðslu en með samþykki Van Gaal.“ Schweinsteiger segist ekki hafa verið ósáttur hjá Manchester United líkt og Mourinho hélt fram. „Ég var mjög ánægður hjá félaginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tímabil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Trafford.“ Aðspurður hvernig liðsfélagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schweinsteiger að einhverjir þeirra hefðu sent sér skilaboð og tjáð undrun sína á þessu. „Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schweinsteiger sem spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Manchester United umrætt tímabil. Hann skipti svo yfir til Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum og lagði skóna á hilluna í október árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira