Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 16:39 Börn að leik í Grindavík árið 2020. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænumá fjórum stöðum. „Bærinn mun uppfylla fræðsluskyldu sína með samningum við önnur sveitarfélög og greiða fyrir þjónustu þeirra við leik- og grunnskólabörn. Unnið er að því að foreldrar og forráðamenn hafi sveigjanleika við val á leik- og grunnskóla fyrir sín börn með tilliti til aðstæðna hverju sinni, félagslegra tengsla, námsþarfa o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Boðið verður upp á sálfélagslegan stuðning fyrir börn og ungmenni og sérstakar móttökuáætlanir verða í leik- og grunnskólum. Eftirfylgni verður með skólagöngu og þjónustu við grindvísk börn og fylgst verður með líðan þeirra og skólasókn. „Með ákvörðun sinni vill bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barna og minnka álag á fjölskyldur frá Grindavík. Þá er markmiðið að tryggja börnum og ungmennum gott umhverfi fyrir leik og nám, vinna gegn félagslegri einangrun og tilfinningalegum erfiðleikum,“ segir í tilkynningunni. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, bendir á að safnskólafyrirkomulagið hafi aldrei verið hugsað sem framtíðarskipulag skólastarfs. „Áhrif náttúruhamfaranna á líf bæjarbúa hafa verið gríðarleg og nú blasir nýr veruleiki við okkur – uppkaup ríkisins á fasteignum eru hafin, lögheimilisflutningum frá Grindavík fjölgar og fyrirsjáanlegt tekjufall sveitarfélagsins er mikið. Það er okkar skylda að bregðast við og búa svo um hnútana fjárhagslega að bærinn okkar geti tekið við sér hratt og örugglega þegar aðstæður leyfa. Farsæld barna og ungmenna er í algjörum forgangi og ákvörðun um skólahald er tekin á þeim grundvelli,“ er haft eftir Ásrúnu Helgu í tilkynningunni. Grunnskólar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænumá fjórum stöðum. „Bærinn mun uppfylla fræðsluskyldu sína með samningum við önnur sveitarfélög og greiða fyrir þjónustu þeirra við leik- og grunnskólabörn. Unnið er að því að foreldrar og forráðamenn hafi sveigjanleika við val á leik- og grunnskóla fyrir sín börn með tilliti til aðstæðna hverju sinni, félagslegra tengsla, námsþarfa o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Boðið verður upp á sálfélagslegan stuðning fyrir börn og ungmenni og sérstakar móttökuáætlanir verða í leik- og grunnskólum. Eftirfylgni verður með skólagöngu og þjónustu við grindvísk börn og fylgst verður með líðan þeirra og skólasókn. „Með ákvörðun sinni vill bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barna og minnka álag á fjölskyldur frá Grindavík. Þá er markmiðið að tryggja börnum og ungmennum gott umhverfi fyrir leik og nám, vinna gegn félagslegri einangrun og tilfinningalegum erfiðleikum,“ segir í tilkynningunni. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, bendir á að safnskólafyrirkomulagið hafi aldrei verið hugsað sem framtíðarskipulag skólastarfs. „Áhrif náttúruhamfaranna á líf bæjarbúa hafa verið gríðarleg og nú blasir nýr veruleiki við okkur – uppkaup ríkisins á fasteignum eru hafin, lögheimilisflutningum frá Grindavík fjölgar og fyrirsjáanlegt tekjufall sveitarfélagsins er mikið. Það er okkar skylda að bregðast við og búa svo um hnútana fjárhagslega að bærinn okkar geti tekið við sér hratt og örugglega þegar aðstæður leyfa. Farsæld barna og ungmenna er í algjörum forgangi og ákvörðun um skólahald er tekin á þeim grundvelli,“ er haft eftir Ásrúnu Helgu í tilkynningunni.
Grunnskólar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16