Segir peningaverðlaun á ÓL vera andstæð Ólympíuandanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 16:01 Jamaísku spretthlauparnir Elaine Thompson-Herah og Shelly-Ann Fraser-Pryce fagna gulli sem þær unnu á síðustu Ólympíuleikum. Getty/Tim Clayton Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að borga gullverðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í París í sumar í peningum og þeim þykir heiðurinn eða gullverðlaunin ekki vera nóg. Hæstráðandi í hjólreiðaheiminum er ekki ánægður með þessa þróun og hefur gagnrýnt hana opinberlega. Frjálsíþróttir eru fyrsta íþróttagreinin sem býður keppendum verðlaunafé fyrir að vera Ólympíumeistari. Hver gullverðlaunhafi mun fá fimmtíu þúsund dollara í vasann fyrir hvert gull eða rúmar sjö milljónir króna. „Ólympíuandinn snýst um að deila gróðanum milli allra og hjálpa fleiri íþróttamönnum að keppa á heimsvísu,“ sagði David Lappartient, forseti Alþjóða hjólreiðasambandsins. Prize money at Paris 2024 against 'Olympic spirit', says cycling boss https://t.co/TI5Jh3BIGE— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2024 „Ekki það að setja allan peninginn í besta íþróttafólkið heldur útdeila peningunum. Ef við setjum meiri pening í toppfólkið okkar þá munu mörg tækifæri hverfa fyrir íþróttafólk heimsins,“ sagði Lappartient. Ólympíuleikarnir voru lengi aðeins fyrir áhugafólk og þegar íþróttafólkið gerðist atvinnumenn í sinni íþrótt þá missti það keppnisréttinn. Það hefur breyst en þetta er risastórt skref í allt aðra átt. Alþjóða Ólympíunefndin gefur ekki verðlaunafé en heimssamböndin fá styrki. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að nota hluta af þeim styrk í verðlaunaféð og hefur sett sér það takmark að greiða líka verðlaunafé til silfur- og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Hjólreiðarnar ætla ekki að fara sömu leið. „Við trúum við staðfastlega að þetta sé ekki í takt við Ólympíuandann. Við ræddum þetta aldrei,“ sagði Lappartient. Athletics became the first sport to offer prize money to Olympic champions when WA President Sebastian Coe announced last week that gold medallists in Paris will each earn $50,000.https://t.co/NXOM5GapjE— Dawn.com (@dawn_com) April 17, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Hjólreiðar Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Hæstráðandi í hjólreiðaheiminum er ekki ánægður með þessa þróun og hefur gagnrýnt hana opinberlega. Frjálsíþróttir eru fyrsta íþróttagreinin sem býður keppendum verðlaunafé fyrir að vera Ólympíumeistari. Hver gullverðlaunhafi mun fá fimmtíu þúsund dollara í vasann fyrir hvert gull eða rúmar sjö milljónir króna. „Ólympíuandinn snýst um að deila gróðanum milli allra og hjálpa fleiri íþróttamönnum að keppa á heimsvísu,“ sagði David Lappartient, forseti Alþjóða hjólreiðasambandsins. Prize money at Paris 2024 against 'Olympic spirit', says cycling boss https://t.co/TI5Jh3BIGE— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2024 „Ekki það að setja allan peninginn í besta íþróttafólkið heldur útdeila peningunum. Ef við setjum meiri pening í toppfólkið okkar þá munu mörg tækifæri hverfa fyrir íþróttafólk heimsins,“ sagði Lappartient. Ólympíuleikarnir voru lengi aðeins fyrir áhugafólk og þegar íþróttafólkið gerðist atvinnumenn í sinni íþrótt þá missti það keppnisréttinn. Það hefur breyst en þetta er risastórt skref í allt aðra átt. Alþjóða Ólympíunefndin gefur ekki verðlaunafé en heimssamböndin fá styrki. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að nota hluta af þeim styrk í verðlaunaféð og hefur sett sér það takmark að greiða líka verðlaunafé til silfur- og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Hjólreiðarnar ætla ekki að fara sömu leið. „Við trúum við staðfastlega að þetta sé ekki í takt við Ólympíuandann. Við ræddum þetta aldrei,“ sagði Lappartient. Athletics became the first sport to offer prize money to Olympic champions when WA President Sebastian Coe announced last week that gold medallists in Paris will each earn $50,000.https://t.co/NXOM5GapjE— Dawn.com (@dawn_com) April 17, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Hjólreiðar Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira