Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heimafólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:27 Hinrik Svansson, rekstrarstjóri HS kerfa á Akureyri, segir óeðlilegt að Landsvirkjun hafi ekki efnt til útboðs þegar kom að árshátíð fyrirtækisins sem haldin var á Egilsstöðum um helgina. Hilmar Friðjónsson Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna. Árshátíð Landsvirkjunar var haldin á Egilsstöðum liðna helgi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 starfsmenn en gestir á árshátíðinni voru samtals um 450. Þar af var hátt í 300 manns flogið frá Reykjavík með leiguþotu sem Landsvirkjun leigði af Icelandair. Kostnaður við árshátíðina var í kringum 100 milljónir króna og var meðal annars gagnrýndur í umræðum á Alþingi í gær. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, tjáði Vísi í gær að Landsvirkjun hefði ekkert að fela né skammast sín fyrir varðandi árshátíðina. Þá tók hún fram að árshátíðin skilaði nærsamfélaginu á Egilsstöðum tugum milljóna. Tækjabúnaður keyrður á staðinn frá Reykjavík Hinrik Svansson er rekstrarstjóri HS kerfa sem er hljóðkerfa- og ljósaleiga staðsett á Akureyri. Hann gefur lítið fyrir orð Þóru varðandi staðhæfingu hennar um að peningarnir verði mikið til eftir á svæðinu. Hann gagnrýnir að Landsvirkjun hafi aðalega verslað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og flutt tæki og tól þaðan í stað þess að leita til viðburðastofa og tækjaleiga á Norðurlandi. „Á Akureyri starfa bæði Viðburðastofa Norðurlands og HS Kerfi sem hafa sinnt öllu Norður og Austurlandi til fjölda ára. Það var ekki leitað til okkar varðandi tilboði í þessa árshátíð sem er frekar skrítið þegar allur tækjabúnaður er á svæðinu og öll kunnátta til staðar til þess að halda veislu af þessari stærðargráðu,“ segir Hinrik. Þá bendir hann á að allur tækjabúnaður fyrir veislu af þessari stærðargráðu hafi nú þegar verið til staðar vegna 600 manna árshátíðar Alcoa sem haldin var á Reyðarfirði helgina á undan. „Því stóð allur búnaður óhreyfður og ekki í notkun í nánast næsta húsi. Það hefði verið mjög ódýrt og einfalt að setja hann upp fyrir þau og halda flotta veislu fyrir brot af þeirri upphæð sem þau greiddu til Exton. Sá búnaður kom að mestu með bíl frá Reykjavík, sem er auðvitað galið sama hvernig litið er á málið.“ HS-Kerfi er hljóðkerfa og ljósaleiga staðsett á Akureyri en þjónar bæði Norður og Austurlandi.HS kerfi Hinrik telur mikilvægt að vekja athygli á málinu þar sem fyrirtæki á Norður- og Austurlandi sem séu í erfiðu samkeppnisumhverfi við stóra aðila í Reykjavík hafi ekki fengið tækifæri til að skila inn tilboði í jafn stórt verkefni og árshátíð Landsvirkjunar. „Að auki er hægt að benda á að engin af þeim stórum leigum hér heima fengu að skila inn tilboði heldur, þá er ég að tala um Luxor, Hljóð X og Sonik,“ segir Hinrik. Landsvirkjun Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Árshátíð Landsvirkjunar var haldin á Egilsstöðum liðna helgi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 starfsmenn en gestir á árshátíðinni voru samtals um 450. Þar af var hátt í 300 manns flogið frá Reykjavík með leiguþotu sem Landsvirkjun leigði af Icelandair. Kostnaður við árshátíðina var í kringum 100 milljónir króna og var meðal annars gagnrýndur í umræðum á Alþingi í gær. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, tjáði Vísi í gær að Landsvirkjun hefði ekkert að fela né skammast sín fyrir varðandi árshátíðina. Þá tók hún fram að árshátíðin skilaði nærsamfélaginu á Egilsstöðum tugum milljóna. Tækjabúnaður keyrður á staðinn frá Reykjavík Hinrik Svansson er rekstrarstjóri HS kerfa sem er hljóðkerfa- og ljósaleiga staðsett á Akureyri. Hann gefur lítið fyrir orð Þóru varðandi staðhæfingu hennar um að peningarnir verði mikið til eftir á svæðinu. Hann gagnrýnir að Landsvirkjun hafi aðalega verslað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og flutt tæki og tól þaðan í stað þess að leita til viðburðastofa og tækjaleiga á Norðurlandi. „Á Akureyri starfa bæði Viðburðastofa Norðurlands og HS Kerfi sem hafa sinnt öllu Norður og Austurlandi til fjölda ára. Það var ekki leitað til okkar varðandi tilboði í þessa árshátíð sem er frekar skrítið þegar allur tækjabúnaður er á svæðinu og öll kunnátta til staðar til þess að halda veislu af þessari stærðargráðu,“ segir Hinrik. Þá bendir hann á að allur tækjabúnaður fyrir veislu af þessari stærðargráðu hafi nú þegar verið til staðar vegna 600 manna árshátíðar Alcoa sem haldin var á Reyðarfirði helgina á undan. „Því stóð allur búnaður óhreyfður og ekki í notkun í nánast næsta húsi. Það hefði verið mjög ódýrt og einfalt að setja hann upp fyrir þau og halda flotta veislu fyrir brot af þeirri upphæð sem þau greiddu til Exton. Sá búnaður kom að mestu með bíl frá Reykjavík, sem er auðvitað galið sama hvernig litið er á málið.“ HS-Kerfi er hljóðkerfa og ljósaleiga staðsett á Akureyri en þjónar bæði Norður og Austurlandi.HS kerfi Hinrik telur mikilvægt að vekja athygli á málinu þar sem fyrirtæki á Norður- og Austurlandi sem séu í erfiðu samkeppnisumhverfi við stóra aðila í Reykjavík hafi ekki fengið tækifæri til að skila inn tilboði í jafn stórt verkefni og árshátíð Landsvirkjunar. „Að auki er hægt að benda á að engin af þeim stórum leigum hér heima fengu að skila inn tilboði heldur, þá er ég að tala um Luxor, Hljóð X og Sonik,“ segir Hinrik.
Landsvirkjun Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38