Pressa á Hallgrími: „Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 11:31 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingarnir í Stúkunni telja Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, strax lentan undir pressu takist liðinu ekki að vinna Vestra í næsta leik í Bestu deildinni í fótbolta. Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert. Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert.
Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira