„Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:10 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með 0-1 tap síns liðs gegn Víkingi í kvöld. Þjálfaranum, ásamt mörgum öðrum, fannst Fram eiga meira skilið úr leiknum. „Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45