Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. apríl 2024 07:00 Varnarkerfi Ísraela og bandamanna þeirra náðu að koma í veg fyrir að næstum allar skotflaugar Íran lentu á skotmörkum sínum. Daglegt líf í Ísrael komst þannig fljótt aftur í fastar skorður. AP/Leo Correa Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. Guterres tók til máls á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem drónaárás Írans á Ísrael var til umræðu. Fulltrúi Ísraela krafðist þess hinsvegar að Íranir yrðu beittir öllum mögulegum þvingunum í kjölfar árásanna. Rúmlega 300 drónum og eldflaugum var skotið á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárás sem þeir gerðu á sendiráð Írans í Líbanon. Sjö ára stúlka sem særðist lífshættulega virðist hafa verið eina fórnarlamb árása Írana. Ísraelar búa yfir öflugum loftvörnum auk þess sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar komu til aðstoðar og skutu einnig niður dróna. Ísraelski sendiherrann kallaði eftir aðgerðurm og sagði að nú þurfi heimurinn Churchill en ekki Chamberlain, og vísaði þar til fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem þótti linur í garð Adolfs Hitler við upphaf Síðari heimsstyrjaldar áður en Churchill kom til sögunnar. Ísraelar hafa heitið hefndum en segjast munu grípa til aðgerða þegar þeim hentar. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hinsvegar að árásin hefði verið nauðsynleg og í réttu hlutfalli við alvarleika málsins. Hann bætti því við að Íran vildi ekki stríð á svæðinu. Þó myndi íranska þjóðin bregðast við yrði á hana ráðist. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Guterres tók til máls á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem drónaárás Írans á Ísrael var til umræðu. Fulltrúi Ísraela krafðist þess hinsvegar að Íranir yrðu beittir öllum mögulegum þvingunum í kjölfar árásanna. Rúmlega 300 drónum og eldflaugum var skotið á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárás sem þeir gerðu á sendiráð Írans í Líbanon. Sjö ára stúlka sem særðist lífshættulega virðist hafa verið eina fórnarlamb árása Írana. Ísraelar búa yfir öflugum loftvörnum auk þess sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar komu til aðstoðar og skutu einnig niður dróna. Ísraelski sendiherrann kallaði eftir aðgerðurm og sagði að nú þurfi heimurinn Churchill en ekki Chamberlain, og vísaði þar til fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem þótti linur í garð Adolfs Hitler við upphaf Síðari heimsstyrjaldar áður en Churchill kom til sögunnar. Ísraelar hafa heitið hefndum en segjast munu grípa til aðgerða þegar þeim hentar. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hinsvegar að árásin hefði verið nauðsynleg og í réttu hlutfalli við alvarleika málsins. Hann bætti því við að Íran vildi ekki stríð á svæðinu. Þó myndi íranska þjóðin bregðast við yrði á hana ráðist.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira