Umfang árásarinnar kom á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 19:46 Albert ræddi árásina í kvöldfréttum. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og fram hefur komið gerðu Íranar umfangsmikla árás á Ísrael í gær. Þeir notuðust við rúmlega tvö hundruð sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 eldflaugar. Ísraelsmönnum tókst að skjóta niður megnið. Meira en skilaboð „Íranar voru búnir að gefa það í skyn að þetta væri það sem allir biðu eftir, að þetta væri hugsað sem skilaboð og yrði takmörkuð aðgerð og bara einu sinni og allt það. En svo kemur í ljós að þetta er stórfelld árás,“ segir Albert. „Svo minnir þetta auðvitað Ísraelsmenn væntanlega á, grunsemdirnar um að Íranar séu að undirbúa að smíða kjarnavopn þannig að í stað þess að vera skilaboðarárás ef svo má að orði komast þá er þetta stórfelld árás sem undirstrikar væntanlega og örugglega í augum ísraelskra ráðamanna að Íran er til lengri og skemmri tíma umtalsverð og veruleg ógn við Ísrael.“ Litlar líkur á allsherjarstríði Albert segist telja að Ísrael muni bregðast við árásinni með hernaðarlegum hætti. Það sé hinsvegar ekki auðvelt að taka ákvörðun um slíkt og margt sem togist þar á. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, það togast ábyggilega á hin óumdeilda skylda stjórnvaldsins að tryggja öryggi lands og þjóðar og hinsvegar auðvitað þrýstingur bandamanna, hagsmunir bandamanna og einnig að forðast stjórnlausa stigmögnun og það er allt sem bendir til að hvorki Íranar né Ísraelsmenn vilji stjórnlausa stigmögnun. En þeir munu bregðast við að mínu mati með einhverjum hernaðarlegum hætti.“ Er möguleiki á allsherjar stríði? „Þetta er vissulega eldfimt svæði en ég held að möguleikarnir á allsherjarstríði þarna séu samt tiltölulega takmarkaðir, fyrst og fremst, auðvitað eru margar ástæður, en fyrst og fremst kannski sú ástæða að Ísraelsmenn hafa gríðarlega hernaðarlega yfirburði yfir Írana og aðra aðila á svæðinu.“ Umfangið óvænt „Það kom mönnum á óvart hvað þetta er umfangsmikil árás og hvað það eru notuð fjölbreytt vopn, drónar, stýriflaugar og eldflaugar eins og ég nefndi. Þær koma úr mismunandi áttum.“ Albert segir Ísraelsmenn hafa yfir að ráða gríðarlega öflugum loftvörnum. Þeir hafi einnig notið stuðnings herþotna Breta, Bandaríkjamanna og Frakka sem voru á svæðinu. „En árásin eins og ég sagði undirstrikar í augum Ísraelsmanna hvað Íranar geta gert. Þeir eiga þessar eldflaugar í miklu magni og þeir eru að þróa kjarnavopn, rökstuddur grunur þannig að Ísraelsmenn munu bregðast við.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og fram hefur komið gerðu Íranar umfangsmikla árás á Ísrael í gær. Þeir notuðust við rúmlega tvö hundruð sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 eldflaugar. Ísraelsmönnum tókst að skjóta niður megnið. Meira en skilaboð „Íranar voru búnir að gefa það í skyn að þetta væri það sem allir biðu eftir, að þetta væri hugsað sem skilaboð og yrði takmörkuð aðgerð og bara einu sinni og allt það. En svo kemur í ljós að þetta er stórfelld árás,“ segir Albert. „Svo minnir þetta auðvitað Ísraelsmenn væntanlega á, grunsemdirnar um að Íranar séu að undirbúa að smíða kjarnavopn þannig að í stað þess að vera skilaboðarárás ef svo má að orði komast þá er þetta stórfelld árás sem undirstrikar væntanlega og örugglega í augum ísraelskra ráðamanna að Íran er til lengri og skemmri tíma umtalsverð og veruleg ógn við Ísrael.“ Litlar líkur á allsherjarstríði Albert segist telja að Ísrael muni bregðast við árásinni með hernaðarlegum hætti. Það sé hinsvegar ekki auðvelt að taka ákvörðun um slíkt og margt sem togist þar á. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, það togast ábyggilega á hin óumdeilda skylda stjórnvaldsins að tryggja öryggi lands og þjóðar og hinsvegar auðvitað þrýstingur bandamanna, hagsmunir bandamanna og einnig að forðast stjórnlausa stigmögnun og það er allt sem bendir til að hvorki Íranar né Ísraelsmenn vilji stjórnlausa stigmögnun. En þeir munu bregðast við að mínu mati með einhverjum hernaðarlegum hætti.“ Er möguleiki á allsherjar stríði? „Þetta er vissulega eldfimt svæði en ég held að möguleikarnir á allsherjarstríði þarna séu samt tiltölulega takmarkaðir, fyrst og fremst, auðvitað eru margar ástæður, en fyrst og fremst kannski sú ástæða að Ísraelsmenn hafa gríðarlega hernaðarlega yfirburði yfir Írana og aðra aðila á svæðinu.“ Umfangið óvænt „Það kom mönnum á óvart hvað þetta er umfangsmikil árás og hvað það eru notuð fjölbreytt vopn, drónar, stýriflaugar og eldflaugar eins og ég nefndi. Þær koma úr mismunandi áttum.“ Albert segir Ísraelsmenn hafa yfir að ráða gríðarlega öflugum loftvörnum. Þeir hafi einnig notið stuðnings herþotna Breta, Bandaríkjamanna og Frakka sem voru á svæðinu. „En árásin eins og ég sagði undirstrikar í augum Ísraelsmanna hvað Íranar geta gert. Þeir eiga þessar eldflaugar í miklu magni og þeir eru að þróa kjarnavopn, rökstuddur grunur þannig að Ísraelsmenn munu bregðast við.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira