Leverkusen Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 17:42 Fagnaðarlætin voru skiljanlega gríðarleg. Andreas Rentz/Getty Images Það var ekki að sjá að taugarnar hafi náð til Bayer Leverkusen en liðið vann 5-0 stórsigur í dag og tryggði sér um leið sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil í knattspyrnu. Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið óstöðvandi á leiktíðinni og segja má að Werder Bremen hafi verið sem lömb leidd til slátrunar. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Victor Boniface úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir klukkustund tvöfaldaði Granit Xhaka forystu Leverkusen, Boniface með stoðsendinguna að þessu sinni. Eftir það var komið að Florian Wirtz. Hann skoraði sitt fyrsta mark og þriðja mark Leverkusen á 68. mínútu. Á 83. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og 4. marki heimamanna. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 5-0 og Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem annað lið en Bayern München verður meistari í Þýskalandi. History.Bayer 04 Leverkusen are German campions for the first ever timeBayern Munich s 11-year dominance of the #Bundesliga is broken by Xabi Alonso s Werkself. pic.twitter.com/ajpZdgH2Rj— Matt Ford (@matt_4d) April 14, 2024 Es gibt kein Halten mehr! #ForOurDream #Winnerkusen #DeutscherMeisterSVB #B04SVW 5:0 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/oUTiPV3uz3— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 14, 2024 Leverkusen er með 79 stig að loknum 29 leikjum en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Bæjarar koma þar á eftir með 63 stig líkt og Stuttgart. RB Leipzig og Borussia Dortmund eru svo með 56 stig og í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið. Xabi Alonso hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari Leverkusen en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að vera gríðarlega eftirsóttur hefur hann ákveðið að taka annað tímabil með félaginu. Virðist ætla að verða jafn sigursæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið óstöðvandi á leiktíðinni og segja má að Werder Bremen hafi verið sem lömb leidd til slátrunar. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Victor Boniface úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir klukkustund tvöfaldaði Granit Xhaka forystu Leverkusen, Boniface með stoðsendinguna að þessu sinni. Eftir það var komið að Florian Wirtz. Hann skoraði sitt fyrsta mark og þriðja mark Leverkusen á 68. mínútu. Á 83. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og 4. marki heimamanna. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 5-0 og Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem annað lið en Bayern München verður meistari í Þýskalandi. History.Bayer 04 Leverkusen are German campions for the first ever timeBayern Munich s 11-year dominance of the #Bundesliga is broken by Xabi Alonso s Werkself. pic.twitter.com/ajpZdgH2Rj— Matt Ford (@matt_4d) April 14, 2024 Es gibt kein Halten mehr! #ForOurDream #Winnerkusen #DeutscherMeisterSVB #B04SVW 5:0 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/oUTiPV3uz3— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 14, 2024 Leverkusen er með 79 stig að loknum 29 leikjum en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Bæjarar koma þar á eftir með 63 stig líkt og Stuttgart. RB Leipzig og Borussia Dortmund eru svo með 56 stig og í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið. Xabi Alonso hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari Leverkusen en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að vera gríðarlega eftirsóttur hefur hann ákveðið að taka annað tímabil með félaginu. Virðist ætla að verða jafn sigursæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira