Mælum með fjölbreytni Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 09:01 Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun