Hollywood-lið Wrexham upp um deild annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 23:00 Komnir upp annað árið í röð. Wrexham Ævintýri Wrexham virðist engan endi ætla að taka. Liðið komst í dag, laugardag, upp um deild annað árið í röð þökk sé ótrúlegum 6-0 sigri á Forest Green. Uppgangur Wrexham hefur verið hreint út sagt ótrúlegur síðan Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu í september 2020. Þá hafa þeir félagar komið félaginu á kortið með þáttunum Welcome to Wrexham þar sem fylgst er með liðinu innan og utan vallar. Wrexham flaug upp úr fimmtu efstu deild á síðustu leiktíð og er nú komið upp úr fjórðu efstu deild þegar enn eru tvær umferðir eftir. Þetta var staðfest eftir magnaðan sigur á Forest Green í dag. Here s to the start of a weekend in paradise #WxmAFC pic.twitter.com/BZe6GdXb0W— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Elliot Lee kom Wrexham yfir á 17. mínútu áður en markamaskínan Paul Mullin tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega hálftíma og Mullin bætti við fjórða marki Wrexham fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ryan Barnett og Jack Marriott. Lokatölur 6-0 og þökk sé úrslitum í öðrum leikjum er Wrexham komið upp um deild. Voru fagnaðarlætin gríðarlega er flautað var til leiksloka. WE ARE GOING UP! #WxmAFC pic.twitter.com/LXFjmLYz1A— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Wrexham fans on the pitch after winning promotion to League 1 today. pic.twitter.com/wjuBS8EPI5— Football Away Days (@FBAwayDays) April 13, 2024 Wrexham er með 82 stig í 2. sæti League 2, ensku D-deildarinnar, eftir 44 leiki. Stockport County er á toppnum og þarf aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Alls fara þrjú lið beint upp úr D-deildinni og eitt lið eftir umspil sem liðin í 4. til 7. sæti taka þátt í. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir fáeinum árum að ég myndi vera grátandi gleðitárum yfir fótboltaleik í Norður-Wales þá værir þú Rob McElhenney. Til hamingju Wrexham, þetta er ævintýri lífs okkar,“ sagði Reynolds á X-síðu sinni, áður Twitter, að leik loknum. A few years ago, if you told me I would be crying tears of joy over a football match taking place in North Wales, you would be Rob McElhenney. Congrats to Wrexham and to my co-chairman in crime. Double up the town! This is the ride of our lives. https://t.co/gP6Oh2NNl4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 13, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Uppgangur Wrexham hefur verið hreint út sagt ótrúlegur síðan Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu í september 2020. Þá hafa þeir félagar komið félaginu á kortið með þáttunum Welcome to Wrexham þar sem fylgst er með liðinu innan og utan vallar. Wrexham flaug upp úr fimmtu efstu deild á síðustu leiktíð og er nú komið upp úr fjórðu efstu deild þegar enn eru tvær umferðir eftir. Þetta var staðfest eftir magnaðan sigur á Forest Green í dag. Here s to the start of a weekend in paradise #WxmAFC pic.twitter.com/BZe6GdXb0W— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Elliot Lee kom Wrexham yfir á 17. mínútu áður en markamaskínan Paul Mullin tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega hálftíma og Mullin bætti við fjórða marki Wrexham fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ryan Barnett og Jack Marriott. Lokatölur 6-0 og þökk sé úrslitum í öðrum leikjum er Wrexham komið upp um deild. Voru fagnaðarlætin gríðarlega er flautað var til leiksloka. WE ARE GOING UP! #WxmAFC pic.twitter.com/LXFjmLYz1A— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Wrexham fans on the pitch after winning promotion to League 1 today. pic.twitter.com/wjuBS8EPI5— Football Away Days (@FBAwayDays) April 13, 2024 Wrexham er með 82 stig í 2. sæti League 2, ensku D-deildarinnar, eftir 44 leiki. Stockport County er á toppnum og þarf aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Alls fara þrjú lið beint upp úr D-deildinni og eitt lið eftir umspil sem liðin í 4. til 7. sæti taka þátt í. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir fáeinum árum að ég myndi vera grátandi gleðitárum yfir fótboltaleik í Norður-Wales þá værir þú Rob McElhenney. Til hamingju Wrexham, þetta er ævintýri lífs okkar,“ sagði Reynolds á X-síðu sinni, áður Twitter, að leik loknum. A few years ago, if you told me I would be crying tears of joy over a football match taking place in North Wales, you would be Rob McElhenney. Congrats to Wrexham and to my co-chairman in crime. Double up the town! This is the ride of our lives. https://t.co/gP6Oh2NNl4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 13, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira