Tiger þarf að spila 23 holur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 12:31 Það mun reyna á skrokk Tiger Woods á öðrum degi Mastersmótsins í golfi. AP/Ashley Landis Tiger Woods gerði fína hluti á fyrsta degi Mastersmótsins í golfi í gær og er á einu höggi undir pari. Hann náði hins vegar ekki að klára hringinn og það býður upp á alvöru dag hjá honum í dag. Veðrið var til vandræða á Mastersmótinu i gær og Woods náði aðeins að klára þrettán af átján holum á fyrsta hringnum. Hann lék þessar þrettán holur á 51 höggi eða einu höggi undir pari. Tiger deilir sautjánda sætinu eins og er meðal annars með Rory McIlroy sem náði þó að klára hringinn sinn. Woods hefur ekki náð að klára opinbert PGA mót síðan hann kom til baka úr ökklaaðferð í apríl 2023 og óvíst hvort skrokkurinn hjá honum haldi í dag. A long Friday ahead for Tiger Woods. -1 thru 13, he'll resume his first round at 7:50 a.m. ET. pic.twitter.com/10vNlQqo3c— PGA TOUR (@PGATOUR) April 12, 2024 Hinn 48 ára gamli Tiger þarf nefnilega að spila 23 holur í dag. Tiger byrjar á því að fara út klukkan 7.50 fyrir hádegi á staðartíma eða rétt fyrir tólf á íslenskum tíma. Þar þarf hann að klára þessar fimm síðustu holur á fyrsta hringnum. Hann hefur ekki langað tíma til að jafna sig eftir þessar fimm holur því annar hringurinn hans á að hefjast klukkan 10.18 að staðartíma eða klukkan átján mínútur yfir tvö að íslenskum tíma. Tiger er þar í ráshóp með þeim Jason Day og Max Homa. Woods vonast þó til að biðin verði sem styðst. „Þetta var góð leið til að klára þessar fyrstu þrettán holur,“ sagði Woods ánægður með gengið í gær. Hann er að vonast eftir því að þurfa ekki að bíða í meira en hálftíma eftir að geta byrjað annan hringinn. Það gæti verið slæmt fyrir hann að kólna mikið niður á milli þess að klára fyrrnefndar fimm holur og fara aftur út. „Skrokkurinn er í góðu lagi. Við munum vinna aðeins í honum í kvöld,“ sagði Woods. Tiger Woods put on a short-game clinic to close out his Masters Thursday. #themasters pic.twitter.com/vW8ikbfKJ3— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024 Útsending dagsins frá Mastersmótinu hefst klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport 4. Golf Masters-mótið Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Veðrið var til vandræða á Mastersmótinu i gær og Woods náði aðeins að klára þrettán af átján holum á fyrsta hringnum. Hann lék þessar þrettán holur á 51 höggi eða einu höggi undir pari. Tiger deilir sautjánda sætinu eins og er meðal annars með Rory McIlroy sem náði þó að klára hringinn sinn. Woods hefur ekki náð að klára opinbert PGA mót síðan hann kom til baka úr ökklaaðferð í apríl 2023 og óvíst hvort skrokkurinn hjá honum haldi í dag. A long Friday ahead for Tiger Woods. -1 thru 13, he'll resume his first round at 7:50 a.m. ET. pic.twitter.com/10vNlQqo3c— PGA TOUR (@PGATOUR) April 12, 2024 Hinn 48 ára gamli Tiger þarf nefnilega að spila 23 holur í dag. Tiger byrjar á því að fara út klukkan 7.50 fyrir hádegi á staðartíma eða rétt fyrir tólf á íslenskum tíma. Þar þarf hann að klára þessar fimm síðustu holur á fyrsta hringnum. Hann hefur ekki langað tíma til að jafna sig eftir þessar fimm holur því annar hringurinn hans á að hefjast klukkan 10.18 að staðartíma eða klukkan átján mínútur yfir tvö að íslenskum tíma. Tiger er þar í ráshóp með þeim Jason Day og Max Homa. Woods vonast þó til að biðin verði sem styðst. „Þetta var góð leið til að klára þessar fyrstu þrettán holur,“ sagði Woods ánægður með gengið í gær. Hann er að vonast eftir því að þurfa ekki að bíða í meira en hálftíma eftir að geta byrjað annan hringinn. Það gæti verið slæmt fyrir hann að kólna mikið niður á milli þess að klára fyrrnefndar fimm holur og fara aftur út. „Skrokkurinn er í góðu lagi. Við munum vinna aðeins í honum í kvöld,“ sagði Woods. Tiger Woods put on a short-game clinic to close out his Masters Thursday. #themasters pic.twitter.com/vW8ikbfKJ3— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024 Útsending dagsins frá Mastersmótinu hefst klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport 4.
Golf Masters-mótið Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira