„Farið hefur fé betra“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. apríl 2024 00:02 Caitlyn Jenner hefur alla tíð verið sannfærð um að OJ Simpson hafi verið sekur um morð. Hún sparaði því ekki stóru orðin þegar fréttir af andláti hans bárust. Getty Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð. Hin 74 ára Jenner skrifar í færslunni sem birtist á X/Twitter fyrr í dag „Farið hefur fé betra“ auk myllumerkisins #OJSimpson. Good Riddance #OJSimpson— Caitlyn Jenner (@Caitlyn_Jenner) April 11, 2024 Jenner hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að OJ Simpson hafi verið sekur í morðmálinu 1994. Jenner og Simpson voru aldrei nátengd en tengdust þó ákveðnum böndum gegnum maka sína. Robert Kardashian, fyrri eiginmaður Kris Jenner, var besti vinur OJ Simpson og síðar lögmaður hans í „Réttarhöldum aldarinnar“ árið 1994 þegar OJ var sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman. Kris skildi við Robert Kardashian árið 1991 og giftist Bruce Jenner mánuði síðar (en Jenner kom út sem trans kona árið 2015 og tók þá upp nafnið Caitlyn). Kris og Caitlyn hafa ætíð talið OJ sekan Kris tók ekki afstöðu með OJ í málinu heldur krafðist réttlætis vegna morðsins á Nicole Brown, sem hafði verið náin vinkona hennar. Dómsmálið tók því verulega á fjölskylduna. Caitlyn Jenner hafði sömu afstöðu og Kris í máli OJ og hefur ítrekað það í gegnum árin að Simpson hafi verið sekur en sloppið. Í þætti hjá Dr. Phil árið 2009 rifjaði Caitlyn upp hvernig það var þegar fréttirnar af sýknun OJ bárust. „Krakkarnir komu inn og sögðu „Ég sagði þér að hann hefði ekki gert það.“ Við settumst niður með þeim og ég sagði „Bara af því hann var sýknaður þýðir það ekki að hann hafi ekki gert það og mig langar ekki að heyra minnst á nafn hans framar“ og ég átti mörg samtöl við Robert til að tryggja að þetta myndi ekki rústa fjölskyldunni,“ sagði Jenner við Dr. Phil. Bandaríkin Hollywood Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hin 74 ára Jenner skrifar í færslunni sem birtist á X/Twitter fyrr í dag „Farið hefur fé betra“ auk myllumerkisins #OJSimpson. Good Riddance #OJSimpson— Caitlyn Jenner (@Caitlyn_Jenner) April 11, 2024 Jenner hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að OJ Simpson hafi verið sekur í morðmálinu 1994. Jenner og Simpson voru aldrei nátengd en tengdust þó ákveðnum böndum gegnum maka sína. Robert Kardashian, fyrri eiginmaður Kris Jenner, var besti vinur OJ Simpson og síðar lögmaður hans í „Réttarhöldum aldarinnar“ árið 1994 þegar OJ var sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman. Kris skildi við Robert Kardashian árið 1991 og giftist Bruce Jenner mánuði síðar (en Jenner kom út sem trans kona árið 2015 og tók þá upp nafnið Caitlyn). Kris og Caitlyn hafa ætíð talið OJ sekan Kris tók ekki afstöðu með OJ í málinu heldur krafðist réttlætis vegna morðsins á Nicole Brown, sem hafði verið náin vinkona hennar. Dómsmálið tók því verulega á fjölskylduna. Caitlyn Jenner hafði sömu afstöðu og Kris í máli OJ og hefur ítrekað það í gegnum árin að Simpson hafi verið sekur en sloppið. Í þætti hjá Dr. Phil árið 2009 rifjaði Caitlyn upp hvernig það var þegar fréttirnar af sýknun OJ bárust. „Krakkarnir komu inn og sögðu „Ég sagði þér að hann hefði ekki gert það.“ Við settumst niður með þeim og ég sagði „Bara af því hann var sýknaður þýðir það ekki að hann hafi ekki gert það og mig langar ekki að heyra minnst á nafn hans framar“ og ég átti mörg samtöl við Robert til að tryggja að þetta myndi ekki rústa fjölskyldunni,“ sagði Jenner við Dr. Phil.
Bandaríkin Hollywood Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49