„Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 11:01 Remy Martin er illviðráðanlegur þegar hann kemst á flug og það verður krefjandi verkefni fyrir Álftanesliðið að stoppa hann. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu sinn fyrsta titil í tólf ár þegar þeir urðu bikarmeistarar á dögunum og í kvöld hefst vegferð þeirra að reyna að enda líka sextán ára bið eftir Íslandsmeistaratitlinum. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti