„Fyrst og fremst bara ljúft“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2024 12:05 Katrín Jakobsdóttir kvaddi forsætisráðuneytis í morgun og stígur nú inn í kosningabaráttu. vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira