Teitur til varnar Milka: Hefur pakkað mönnum saman en ekki fengið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Dominykas Milka þarf að spila vel ef Njarðvíkingar ætla að komast langt í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Anton Brink Dominykas Milka náði ekki að verða Íslandsmeistari með Keflavík en nú reynir hann að vinna titilinn með Njarðvíkurliðinu. Milka byrjar gegn liði sem hefur lítið ráðið við litháenska miðherjann í vetur. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira