Lífguðu við meira en 160 ára gamalt þungunarrofsbann Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 08:48 Kona í Arizona mótmælir takmörkunum á þungunarrof. Bönn og takmarkanir hafa verið samþykktar í fjölda ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022. AP/Matt York Yfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum geta framfylgt lögum sem voru sett þegar konur höfðu ekki kosningarétt sem leggja nær algert bann við þungunarrofi og gera það glæpsamlegt samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar ríkisins. Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira