Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að hún hafi verið beðin um að taka embættið að sér. Hún búi yfir mikilli reynslu og hefur setið á þingi lengst þingmanna Vinstri grænna utan ráðherranna.
Hún segir tækifæri fólgin í öllum breytingum og að verkin muni hafa talað sínu máli þegar kjörtímabilinu lýkur.
„Ég tel að núna séu tækifærin til staðar. Tíminn skiptir auðvitað máli í mörgu í pólitík eins og við vitum. En ég held að málefni komi til með að tala fyrir sig þegar kjörtímabilinu lýkur. Skoðanakannanir eru eins og þær eru, við auðvitað þurfum að taka þær alvarlega og gerum það. Þess vegna segi ég: verkin tala,“ segir Bjarkey.
Aðspurð segist hún ekki hafa tekið neina ákvörðun varðandi hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur, forvera hennar sem tók við embætti innviðaráðherra í dag.
„Eins og ég sagði rétt áðan er ég ekki búin að taka ákvörðun um neitt mál. Ég er ekki búin að fá lyklavöldin. Ég ætla að byrja á því að hitta fólkið í ráðuneytinu. Sitjast aðeins yfir, ég hef trú á því að málin séu miklu fleiri en menn grunar,“ segir Bjarkey.