Inga hvíslaði því að Heimi Má Péturssyni fréttamanni Stöðvar 2 í þinghúsinu í dag að í bígerð væri stórsmellur fyrir sumarið. Heimir var þar staddur til að spyrja Ingu út í vantrauststillögu hennar á hendur Svandísar Svavarsdóttur. Inga er söngkona mikil og sló meðal annars í gegn á Fiskidaginn á Dalvík í sumar.
Inga sagði fyrst að um grín hafi verið að ræða en viðurkenndi svo fyrir Heimi að hún væri með demóið í vasanum. Þetta væri nú allt saman satt og rétt.
„Og ég hugsa það að ef ég hefði geymt það fram á næsta vor þá hefði ég sennilega bara smellt mér í Eurovision,“ segir Inga hlæjandi og bætir því við að hún sé að grínast.
Er þetta hressilegt lag og eftir hvern er það?
„Það er bara frábært. Það er eftir Birgi Jóhann Birgisson og það er bara algjör sumarsmellur. Sólarsumarsmellur.“
Eigum við að taka dæmi?
„Nei ertu alveg að sleppa þér? Ég má ekki kjafta frá maður, það getur einhver stolið demóinu. Nei djók,“ segir Inga enn hlæjandi við sinn mann Heimi Má.