Hvetur fólk til að finna sólmyrkvagleraugun og kíkja út í kvöld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2024 13:00 Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til. Vísir/baldur Ef veður leyfir mun deildarmyrkvi á sólu sjást frá öllu landinu í kvöld. Almyrkvi verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sem er töluvert sjónarspil. „Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“ Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
„Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“
Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23
Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34