Nick Cave til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. apríl 2024 09:16 Ástralinn Nick Cave er Íslandsvinur mikill. Don Arnold/Getty Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Þar segir að þeir félagar muni flytja valin lög, hrá og óskreytt. Þannig muni þeir afhjúpa grundvallareðli þeirra fyrir áhorfendum. Tónleikarnir fara fram þann 2. júlí. Nick Cave er ef til vill best þekktur sem aðalsöngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Nick Cave & the Bad Seeds. Hann er mikill Íslandsvinur og kom síðast fram hér á landi árið 2019. Listræn sköpun Nick Cave er blómleg og í sífelldri þróun. Eftir langan listaferil sem spannar meira en fjörutíu ár hefur Nick Cave starfað þvert á fjölbreyttar listgreinar; sem sóló artisti og í hljómsveit, sem tónskáld, rithöfundur bóka, kvikmyndahandrita og vikulegs fréttabréfs „The Red Hand Files,“ og nú nýlega sem leirlistamaður. Colin Greenwood hefur verið bassaleikari Radiohead frá upphafi eða síðan árið 1985. Radiohead hefur selt meira en þrjátíu milljónir platna um allan heim. Auk þess hefur hljómsveitin hlotið sex Grammy-verðlaun, fjögur Ivor Novello-verðlaun og hafa þeir verið vígðir inn í frægðarhöll rokksins (e. Rock and Roll Hall of Fame). Platan þeirra OK Computer er varðveitt í bandaríska þjóðbókasafninu. Utan Radiohead er Colin rithöfundur og ljósmyndari. Hann hefur skrifað fyrir tímarit á borð við Guardian og Spectator og nýlega tilkynnti hann um útgáfu ljósmyndabókarinnar How To Disappear – A Portrait of Radiohead, þar sem hann fjallar um daglegt líf sitt og félaganna í hljóðveri og á ferðinni um heiminn. Sex verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6990 krónum. Almenn sala hefst á föstudaginn 12. apríl klukkan 10:00. Póstlistaforsala Senu Live hefst degi fyrr, 11. apríl klukkan 10:00. Um 1500 miðar eru í boði. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Þar segir að þeir félagar muni flytja valin lög, hrá og óskreytt. Þannig muni þeir afhjúpa grundvallareðli þeirra fyrir áhorfendum. Tónleikarnir fara fram þann 2. júlí. Nick Cave er ef til vill best þekktur sem aðalsöngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Nick Cave & the Bad Seeds. Hann er mikill Íslandsvinur og kom síðast fram hér á landi árið 2019. Listræn sköpun Nick Cave er blómleg og í sífelldri þróun. Eftir langan listaferil sem spannar meira en fjörutíu ár hefur Nick Cave starfað þvert á fjölbreyttar listgreinar; sem sóló artisti og í hljómsveit, sem tónskáld, rithöfundur bóka, kvikmyndahandrita og vikulegs fréttabréfs „The Red Hand Files,“ og nú nýlega sem leirlistamaður. Colin Greenwood hefur verið bassaleikari Radiohead frá upphafi eða síðan árið 1985. Radiohead hefur selt meira en þrjátíu milljónir platna um allan heim. Auk þess hefur hljómsveitin hlotið sex Grammy-verðlaun, fjögur Ivor Novello-verðlaun og hafa þeir verið vígðir inn í frægðarhöll rokksins (e. Rock and Roll Hall of Fame). Platan þeirra OK Computer er varðveitt í bandaríska þjóðbókasafninu. Utan Radiohead er Colin rithöfundur og ljósmyndari. Hann hefur skrifað fyrir tímarit á borð við Guardian og Spectator og nýlega tilkynnti hann um útgáfu ljósmyndabókarinnar How To Disappear – A Portrait of Radiohead, þar sem hann fjallar um daglegt líf sitt og félaganna í hljóðveri og á ferðinni um heiminn. Sex verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6990 krónum. Almenn sala hefst á föstudaginn 12. apríl klukkan 10:00. Póstlistaforsala Senu Live hefst degi fyrr, 11. apríl klukkan 10:00. Um 1500 miðar eru í boði.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira