Nick Cave til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. apríl 2024 09:16 Ástralinn Nick Cave er Íslandsvinur mikill. Don Arnold/Getty Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Þar segir að þeir félagar muni flytja valin lög, hrá og óskreytt. Þannig muni þeir afhjúpa grundvallareðli þeirra fyrir áhorfendum. Tónleikarnir fara fram þann 2. júlí. Nick Cave er ef til vill best þekktur sem aðalsöngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Nick Cave & the Bad Seeds. Hann er mikill Íslandsvinur og kom síðast fram hér á landi árið 2019. Listræn sköpun Nick Cave er blómleg og í sífelldri þróun. Eftir langan listaferil sem spannar meira en fjörutíu ár hefur Nick Cave starfað þvert á fjölbreyttar listgreinar; sem sóló artisti og í hljómsveit, sem tónskáld, rithöfundur bóka, kvikmyndahandrita og vikulegs fréttabréfs „The Red Hand Files,“ og nú nýlega sem leirlistamaður. Colin Greenwood hefur verið bassaleikari Radiohead frá upphafi eða síðan árið 1985. Radiohead hefur selt meira en þrjátíu milljónir platna um allan heim. Auk þess hefur hljómsveitin hlotið sex Grammy-verðlaun, fjögur Ivor Novello-verðlaun og hafa þeir verið vígðir inn í frægðarhöll rokksins (e. Rock and Roll Hall of Fame). Platan þeirra OK Computer er varðveitt í bandaríska þjóðbókasafninu. Utan Radiohead er Colin rithöfundur og ljósmyndari. Hann hefur skrifað fyrir tímarit á borð við Guardian og Spectator og nýlega tilkynnti hann um útgáfu ljósmyndabókarinnar How To Disappear – A Portrait of Radiohead, þar sem hann fjallar um daglegt líf sitt og félaganna í hljóðveri og á ferðinni um heiminn. Sex verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6990 krónum. Almenn sala hefst á föstudaginn 12. apríl klukkan 10:00. Póstlistaforsala Senu Live hefst degi fyrr, 11. apríl klukkan 10:00. Um 1500 miðar eru í boði. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Þar segir að þeir félagar muni flytja valin lög, hrá og óskreytt. Þannig muni þeir afhjúpa grundvallareðli þeirra fyrir áhorfendum. Tónleikarnir fara fram þann 2. júlí. Nick Cave er ef til vill best þekktur sem aðalsöngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Nick Cave & the Bad Seeds. Hann er mikill Íslandsvinur og kom síðast fram hér á landi árið 2019. Listræn sköpun Nick Cave er blómleg og í sífelldri þróun. Eftir langan listaferil sem spannar meira en fjörutíu ár hefur Nick Cave starfað þvert á fjölbreyttar listgreinar; sem sóló artisti og í hljómsveit, sem tónskáld, rithöfundur bóka, kvikmyndahandrita og vikulegs fréttabréfs „The Red Hand Files,“ og nú nýlega sem leirlistamaður. Colin Greenwood hefur verið bassaleikari Radiohead frá upphafi eða síðan árið 1985. Radiohead hefur selt meira en þrjátíu milljónir platna um allan heim. Auk þess hefur hljómsveitin hlotið sex Grammy-verðlaun, fjögur Ivor Novello-verðlaun og hafa þeir verið vígðir inn í frægðarhöll rokksins (e. Rock and Roll Hall of Fame). Platan þeirra OK Computer er varðveitt í bandaríska þjóðbókasafninu. Utan Radiohead er Colin rithöfundur og ljósmyndari. Hann hefur skrifað fyrir tímarit á borð við Guardian og Spectator og nýlega tilkynnti hann um útgáfu ljósmyndabókarinnar How To Disappear – A Portrait of Radiohead, þar sem hann fjallar um daglegt líf sitt og félaganna í hljóðveri og á ferðinni um heiminn. Sex verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6990 krónum. Almenn sala hefst á föstudaginn 12. apríl klukkan 10:00. Póstlistaforsala Senu Live hefst degi fyrr, 11. apríl klukkan 10:00. Um 1500 miðar eru í boði.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira